Júníspá Siggu Kling: Nýjar dyr gætu opnast hjá fiskunum Sigga Kling skrifar 2. júní 2023 06:00 Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo kraftmikill og fjölbreyttur. Ég var að skoða þekkta Íslendinga og í hvaða merkjum þeir eru helst, og Fiskurinn stendur svo sannarlega upp úr í sambandi við það. Þú hefur gnægð af hæfileikum en þú þarft að ákveða hvað þér finnist skemmtilegast að gera og hvar sé skemmtilegast að vera. Þú ert stöðugt að betrumbæta þig og verður of svekktur ef þú ert ekki hundrað prósent, en það er svo fullkomlega leiðinlegt að vera hundrað prósent. Fiskarnir eru frá 19. febrúar til 20. mars. Júní á eftir að gefa þér vellíðan og ánægju með umhverfi og færa þér aðdáun frá fólki sem er í kringum þig. Ekki tala um erfiðleika þína eða það sem þér finnist vanta upp á í lífinu því 50% af fólki er alveg skítsama um það, og restin er bara nokkuð ánægð með að þú sért eða hafir verið í vandræðum. Þegar þú stoppar sjálfið eða hugsanir þínar í neikvæðu áttina, þá opnast nýjar dyr og nýir möguleikar. Venus er sterkur inni í þinni stöðu og ástin liggur í loftinu. Leyfðu þér að fara inn í ástarævintýri án þess að hugsa of langt inn í framtíðina, þá nýturðu hvers einasta augnabliks. Og þið sem eruð í sambandi eigið bara að gera svo vel og vera þar. Upp úr miðjum mánuðinum færast þér gleðifréttir sem einfalda lífið þitt og gerir það mun léttara. Það verður líka mikill baráttuandi og þegar þú ákveður hverju þú vilt berjast fyrir, þá mun enginn og ekkert geta stoppað þig. Þú ert með yndislega hæfileika til að skynja hvernig öðrum líður og hvernig þeir hugsa, þess vegna getur fólk verið feimið við þig því þú virðist geta kafað inn í dýpstu sálarkima fólks. Notaðu frítíma þinn til að skapa, hlusta á tónlist og á allt sem tengist listinni. Þú getur gert list að einhverskonar ævistarfi þínu, þess vegna er gott að stökkva út úr kassanum og leika sér eins og þú værir barn. Heppni verður ferðafélagi þinn í gegnum þetta tímabil. Knús og kossar, Sigga King Jon Bon Jovi, söngvari 2. mars Rebel Wilson, leikkona 2. mars James Arthur, söngvari 2.mars Daniel Craig, leikkari, 2. mars Jessica Biel, leikkona, 3. mars Ronan Keating, söngvari, 3.mars Robert Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, 17. mars Adam Levine, söngvari, 18.mars Queen Latifah, söngkona, 18. mars Vanessa Williams, leikkona, 18. mars Grover Cleveland, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 18. mars Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Fiskarnir eru frá 19. febrúar til 20. mars. Júní á eftir að gefa þér vellíðan og ánægju með umhverfi og færa þér aðdáun frá fólki sem er í kringum þig. Ekki tala um erfiðleika þína eða það sem þér finnist vanta upp á í lífinu því 50% af fólki er alveg skítsama um það, og restin er bara nokkuð ánægð með að þú sért eða hafir verið í vandræðum. Þegar þú stoppar sjálfið eða hugsanir þínar í neikvæðu áttina, þá opnast nýjar dyr og nýir möguleikar. Venus er sterkur inni í þinni stöðu og ástin liggur í loftinu. Leyfðu þér að fara inn í ástarævintýri án þess að hugsa of langt inn í framtíðina, þá nýturðu hvers einasta augnabliks. Og þið sem eruð í sambandi eigið bara að gera svo vel og vera þar. Upp úr miðjum mánuðinum færast þér gleðifréttir sem einfalda lífið þitt og gerir það mun léttara. Það verður líka mikill baráttuandi og þegar þú ákveður hverju þú vilt berjast fyrir, þá mun enginn og ekkert geta stoppað þig. Þú ert með yndislega hæfileika til að skynja hvernig öðrum líður og hvernig þeir hugsa, þess vegna getur fólk verið feimið við þig því þú virðist geta kafað inn í dýpstu sálarkima fólks. Notaðu frítíma þinn til að skapa, hlusta á tónlist og á allt sem tengist listinni. Þú getur gert list að einhverskonar ævistarfi þínu, þess vegna er gott að stökkva út úr kassanum og leika sér eins og þú værir barn. Heppni verður ferðafélagi þinn í gegnum þetta tímabil. Knús og kossar, Sigga King Jon Bon Jovi, söngvari 2. mars Rebel Wilson, leikkona 2. mars James Arthur, söngvari 2.mars Daniel Craig, leikkari, 2. mars Jessica Biel, leikkona, 3. mars Ronan Keating, söngvari, 3.mars Robert Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, 17. mars Adam Levine, söngvari, 18.mars Queen Latifah, söngkona, 18. mars Vanessa Williams, leikkona, 18. mars Grover Cleveland, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 18. mars
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira