Lífið

Svona er Kefla­víkur­flug­völlur að breytast

Stefán Árni Pálsson skrifar
Keflavíkurvöllur er að breytast umstalsvert.
Keflavíkurvöllur er að breytast umstalsvert.

Keflavíkurflugvöllur er að breytast og stækka til muna. Margir veitingastaðir og verslanir eru að hverfa og nýtt kemur inn.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Sindri Sindrason að sjá breytingarnar á nýrri Leifsstöð nú þegar eitt stærsta ferðamannasumarið er framundan og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

„Það er að opna nýr veitingastaður sem heitir ELDA og er svona mjög stór staður, svona Bistro-staður. Þetta er unnið í samstarfi við SSP sem er norskt félag og sérhæfir sig í veitingastöðum á flugvöllum,“ segir Gunnhildur Erla Vilborgsdóttir deildarstjóri verslana og veitinga á Keflavíkurvelli.

„Við erum með rétti sem fólki þekkir um allan heim en eru matreiddi á íslenskan máta,“ segir Jón Haukur Baldvinsson rekstrarstjóri SSP á Íslandi.

Innslagið má sjá hér að neðan þar sem sjá má hvernig Keflavíkurflugvöllur hefur breyst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×