Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 21:33 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent