Lífið

Mest hissa á að húsið hafi aldrei verið notað í bíó­mynd

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Húsið að Bjarkargrund hefur vakið mikla athygli en ætli innbúið hafi ekki vakið enn meiri athygli.
Húsið að Bjarkargrund hefur vakið mikla athygli en ætli innbúið hafi ekki vakið enn meiri athygli. Vísir

Ein­býlis­hús að Bjarkar­grund 26 á Akra­nesi sem nú er á sölu hefur að sögn fast­eigna­sala vakið gríðar­lega at­hygli. Inn­réttingar, ljós og gólf­efni eru upp­runa­legar frá því að húsið var byggt árið 1968 og er líkt og stigið sé inn í tíma­vél. Fast­eigna­salinn segir fólk mikið spyrja um inn­búið.

„Þetta er sann­kallað retró hús,“ segir Daníel Rúnar Elías­son, fast­eigna­sali hjá Há­kot í sam­tali við Vísi. Húsið var byggt árið 1968 og segir Daníel sömu eig­endur hafa verið að húsinu allar götur síðan, þar til nú. Inn­réttingarnar minna hressi­lega á áttunda ára­tuginn, enda upp settar þá.

„Þær eru gríðar­lega vel farnar og það sést lítið sem ekkert á þeim og ekki heldur teppum á gólfinu,“ segir Daníel. Hann segir eig­endurna fyrir nokkrum árum hafa ætlað að minnka við sig en hætt við, enda húsið þeim kær­komið.

„Þá fékk ég ein­mitt mikið af fyrir­spurnum frá fólki um inn­búið. Ein­hverjir sem voru á­huga­samir um að kaupa ljósin og hitt og þetta. Þetta var svona eins og góði hirðirinn í raun­tíma,“ segir Daníel í gríni.

Húsið er á einni hæð og fimm herbergi, eins og fram kemur á fasteignavef Vísis. Það er 139,6 fer­metrar að stærð, auk þess sem 41,6 fer­metra bíl­skúr fylgir húsinu. Saman­lagt er eignin því 181,2 fer­metrar og er upp­sett verð 87,9 milljónir króna.

Daníel segir mikinn á­huga hafa verið á húsinu og vel mætt á opið hús í gær. „Fólk var mest hissa á því að þetta hefði aldrei verið notað í bíó­mynd,“ segir Daníel hress í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.