Lífið

Bassa­leikari The Smit­hs er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Andy Rourke á frumsýningu í New York í lok síðasta árs.
Andy Rourke á frumsýningu í New York í lok síðasta árs. Getty

Andy Rourke, bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, er látinn, 59 ára að aldri.

Gítarleikari sveitarinnar, Johnny Marr, greinir frá andlátinu á Twitter í dag, en Rourke hafði um árabil glímt við krabbamein í brisi.

„Andy verður minnst af þeim sem þekktu hann sem indæl og falleg sál og einstaklega hæfileikaríkur tónlistarmaður af aðdáendum,“ segir Marr sem biður einnig um næði fyrir þá sem voru nákomnir Rourke til að syrgja.

Enska rokksveitin The Smiths var mynduð í Manchester í Englandi árið 1982 og voru það söngvari sveitarinnar, Morrissey, og gítarleikarinn Marr sem skrifuðu flest lög sveitarinnar.

Rourke spilaði meðal annars á bassa í frægustu lögum sveitarinnar, eins og This Charming Man og There is a Light That Never Goes Out, sem og að hafa spilað með Morrissey eftir að The Smiths leystist upp árið 1987.

Í seinni tíð spilaði Rourke einnig með hinni írsku Dolores O’Riordan, söngkonu The Cranberries, sem lést 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×