Innlent

Bálfarir eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Flaggað í hálfa stöng við Selfosskirkju.
Flaggað í hálfa stöng við Selfosskirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bálfarir færast mjög í vöxt en um 60 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Tveir gamlir brennsluofnar eru í landinu en þar eru oftast átta lík brennd á dag en það tekur um eina og hálfa klukkustund að brenna hverja manneskju.

Um tvö þúsund og tvö hundruð útfarir eru á Íslandi á hverju ári og í landinu er um tuttugu útfararstofur. Bara hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma eru um tvö þúsund útfarir á ári.

Bálfarir eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli en tveir brennsluofnar eru í Bálstofu Fossvogskirkjugarðs, þar sem alltaf er meira en nóg að gera. Í sérstökum skáp í Bálstofunni eru bein eftir brennslu en síðan fara þau í sérstakan ofn við hliðina, sem kallast mulningsvélin en þá eru beinin mulin niður í ösku.

Hvernig er að vinna í þessu umhverfi?

„Það er bara æðislega gaman þó þetta sé sorglegt oft en þá er þetta samt gaman. Það er yndislegt fólk, sem er að vinna hérna og bara góð stemming,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, starfsmaður Bálstofunnar.

Tveir brennsluofnar eru í Bálstofu Fossvogskirkjugarðs, þar sem alltaf er meira en nóg að geraMagnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég hugsa nú að ég ég myndi vilja bálför, ég held ég myndi fá innilokunarkennd í kistunni,“ segir Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Vinkonurnar Harpa Heimisdóttir og Brynja Gunnarsdóttir eru með útfararstofuna Hörpu í Garðabæ. Þær eru mjög ánægðar í störfum sínum.

„Það er mikil vinna í kringum þetta, sem er bæði skemmtileg og mjög gefandi,“ segir Harpa.

„Það getur verið mjög fallegt og gefandi að gera eitthvað fallegra svo að útförin verði falleg og allt gangi upp og að ástvinir eru ánægðir,“ segir Brynja.

Harpa og Brynja, sem eru útfararstjórar hjá Hörpu útfararstofu í Garðabæ.Aðsend

Þetta kom meðal annars frá í þættinum „Mig langar að vita“ í kvöld á Stöð 2 en hægt er að sjá allan þáttinn á Stöð 2+



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×