Árekstur og húsbíll sem þveraði veginn Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 23:17 Ökumenn lentu í vandræðum á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Landsbjörg Að minnsta kosti einn árekstur varð á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Þá hafa þó nokkrir bílar verið skildir eftir á heiðinni og fólk flutt niður af heiðinni til Seyðisfjarðar. „Þarna bara varð skyndileg vetrarfærð og töluverð ófærð,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Flestir bílanna á heiðinni hafi verið komnir á sumardekk, ökumenn ráði illa við færðina sem er nú þar. Björgunarsveitarfólk er nú á vettvangi að hjálpa til. „Það er bara verið að leysa úr þessu,“ segir Jón Þór en verið er að flytja fólk úr bílunum niður til Seyðisfjarðar. „Það voru þó nokkuð margir bílar skildir eftir, það er verkefni morgundagsins að koma þeim niður.“ Húsbíll þveraði veginn Vegagerðin er nú búin að loka Fjarðarheiði fyrir allri umferð. Nokkur fjöldi bíla er þó enn á leiðinni og koma í veg fyrir að moksturstæki Vegagerðarinnar komist leiðar sinnar til að opna veginn á ný. Húsbíll sem þveraði veginn var á meðal þeirra sem stóðu í vegi fyrir mokstursbílnum. Nú hefur þó húsbíll fokið út af veginum, líklegast sá sami og þveraði hann. Gul viðvörun í kvöld og á morgun Veðurspáin var slæm fyrir svæðið en gul viðvörun er ennþá í gildi fyrir svæðið. „Það var von á þessu en þetta varð óvenju slæmt þarna,“ segir Jón Þór. Veðurstofan varaði fólk við að leggja í langferðir á vanbúnum bílum sökum þess að líkur voru á vetrarfærð. Gul viðvörun tekur aftur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan tíu á morgun. Þá er búist við norðan og norðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum. Uppfært 8:00: Búið er að opna Fjarðarheiði að nýju. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði: Búið er að opna veginn að nýju en þar er hálka. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 15, 2023 Björgunarsveitir Múlaþing Umferð Samgönguslys Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þarna bara varð skyndileg vetrarfærð og töluverð ófærð,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Flestir bílanna á heiðinni hafi verið komnir á sumardekk, ökumenn ráði illa við færðina sem er nú þar. Björgunarsveitarfólk er nú á vettvangi að hjálpa til. „Það er bara verið að leysa úr þessu,“ segir Jón Þór en verið er að flytja fólk úr bílunum niður til Seyðisfjarðar. „Það voru þó nokkuð margir bílar skildir eftir, það er verkefni morgundagsins að koma þeim niður.“ Húsbíll þveraði veginn Vegagerðin er nú búin að loka Fjarðarheiði fyrir allri umferð. Nokkur fjöldi bíla er þó enn á leiðinni og koma í veg fyrir að moksturstæki Vegagerðarinnar komist leiðar sinnar til að opna veginn á ný. Húsbíll sem þveraði veginn var á meðal þeirra sem stóðu í vegi fyrir mokstursbílnum. Nú hefur þó húsbíll fokið út af veginum, líklegast sá sami og þveraði hann. Gul viðvörun í kvöld og á morgun Veðurspáin var slæm fyrir svæðið en gul viðvörun er ennþá í gildi fyrir svæðið. „Það var von á þessu en þetta varð óvenju slæmt þarna,“ segir Jón Þór. Veðurstofan varaði fólk við að leggja í langferðir á vanbúnum bílum sökum þess að líkur voru á vetrarfærð. Gul viðvörun tekur aftur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan tíu á morgun. Þá er búist við norðan og norðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum. Uppfært 8:00: Búið er að opna Fjarðarheiði að nýju. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði: Búið er að opna veginn að nýju en þar er hálka. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 15, 2023
Björgunarsveitir Múlaþing Umferð Samgönguslys Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira