Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2023 09:01 Ágústa Eva Erlendsdóttir var gestur í fyrsta þætti Eurovísis. Það gekk á ýmsu hjá henni á Eurovision úti í Aþenu 2006. Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. Silvía Nótt birtist landsmönnum fyrst í þáttunum Sjáumst með Silvíu Nótt sem sýndir voru á Skjáeinum. Sannkallað Silvíu Nætur-æði greip um sig, sem náði hápunkti á Eurovision-sviðinu í Aþenu 18. maí 2006. Þar flutti Silvía Nótt lagið Congratulations ásamt fríðu föruneyti en hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Ísland komst ekki áfram á úrslitakvöldið, enda hafði Silvía Nótt gengið gjörsamlega fram af fjölmiðlamönnum, öðrum keppendum og áhorfendum dagana áður. Evrópa fattaði semsagt ekki brandarann. Ágústa Eva ræðir ótrúlega Eurovisionreynslu sína í þættinum Eurovísi hér fyrir neðan. Annar gestur þáttarins er Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona. Spjallið við Björgu og Ágústu byrjar á mínútu 6:40. „Fokking amatörs!“ Ágústa rifjar upp eina tiltekna æfingu í Eurovisionhöllinni skömmu fyrir stóru stundina. „Og það datt þarna einhver hljóðnemi og þá var það auðvitað einhverjum öðrum að kenna. Og hún [Silvía Nótt] fór þá að skamma tæknimennina fyrir að hafa ekki testað nógu vel. Svo var hún að renna sér niður skórennibrautina og datt á rassinn. Varð reiðari og reiðari yfir því hvað gekk illa hjá henni, kenndi öllum öðrum um. Hreytti í tæknimennina: Fokking amatörs. Krafðist þess að lagið yrði spilað aftur frá byrjun,“ segir Ágústa. Þá hafi rödd í kallkerfi salarins vinsamlegast beðið hana að sýna kurteisi en Silvía Nótt vitanlega haldið munnsöfnuðinum áfram, Jónatani Garðarssyni fararstjóra íslenska hópsins til mikillar skelfingar. „Þá var Svante Stockselius [þáverandi framkvæmdastjóri Eurovision] víst bara: Ef hún segir fokk einu sinni enn þá eruð þið bara „disqualified“. Og þeir [Jónatan og Gaukur Úlfarsson, ] gáfu mér merki, voru bara: Nei, nei, nei, nei! úti í sal.“ Flúðu á gríska eyju Silvía Nótt var jafnframt óspör á styggðaryrði í garð Grikkja, gestgjafa keppninnar. Það skilaði sér í óblíðum móttökum á Eurovision-sviðinu; áhorfendur púa á Silvíu Nótt áður en hún hefur upp raust sína, sem og þegar hún lýkur flutningi, eins og glögglega heyrist í upptöku af atriðinu hér fyrir neðan. Heiftin var sannarlega mikil. En var Ágústa einhvern tímann hrædd? Ekki meðan á keppninni sjálfri stóð, segir hún. En svo tók raunveruleikinn við. „Eftir keppnina þegar þetta er búið og það á að fara heim með flugvél og lenda á Keflavíkurflugvelli og fá blóm, þá hugsuðum við bara að við gætum ekki farið og tekið á móti blómum, það yrði svo ógeðslega vandræðalegt. Ég, Gaukur og Ylfa fórum á gríska eyju og sváfum þar í tvær vikur. Þetta var pínulítil eyja, mjög fáir þarna en það var maður sem spottaði mig og hljóp á eftir mér og spurði: Getur verið að þú hafir verið í Eurovision? Og ég segi já og hann er bara: Ekki vera hérna. Farðu eitthvert þar sem enginn sér þig. Það var alveg hiti, þjóðerniskenndin og allt þetta. Og fólk er skapmikið í Grikklandi. Hann taldi það ekki öruggt fyrir mig að vera á almannafæri,“ segir Ágústa. „En ég lenti í þessu líka á Íslandi. Ég var stoppuð og mér sagt að það væri maður með hníf að leita að mér. Það kostar að ögra.“ Ágústa segir einnig frá því í Eurovísi hér fyrir ofan hvernig henni varð við að heyra púað á sig á sviðinu, ræðir mögulega endurkomu Silvíu Nætur - og hugmyndir að afar djarfri endurkomu stjörnunnar sem aldrei varð. Þá rifjar Björg Magnúsdóttir upp sína reynslu af Eurovision en hún var meðal annars úti með íslenska hópnum þegar hinir umdeildu Hatarar kepptu í Ísrael. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
Silvía Nótt birtist landsmönnum fyrst í þáttunum Sjáumst með Silvíu Nótt sem sýndir voru á Skjáeinum. Sannkallað Silvíu Nætur-æði greip um sig, sem náði hápunkti á Eurovision-sviðinu í Aþenu 18. maí 2006. Þar flutti Silvía Nótt lagið Congratulations ásamt fríðu föruneyti en hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Ísland komst ekki áfram á úrslitakvöldið, enda hafði Silvía Nótt gengið gjörsamlega fram af fjölmiðlamönnum, öðrum keppendum og áhorfendum dagana áður. Evrópa fattaði semsagt ekki brandarann. Ágústa Eva ræðir ótrúlega Eurovisionreynslu sína í þættinum Eurovísi hér fyrir neðan. Annar gestur þáttarins er Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona. Spjallið við Björgu og Ágústu byrjar á mínútu 6:40. „Fokking amatörs!“ Ágústa rifjar upp eina tiltekna æfingu í Eurovisionhöllinni skömmu fyrir stóru stundina. „Og það datt þarna einhver hljóðnemi og þá var það auðvitað einhverjum öðrum að kenna. Og hún [Silvía Nótt] fór þá að skamma tæknimennina fyrir að hafa ekki testað nógu vel. Svo var hún að renna sér niður skórennibrautina og datt á rassinn. Varð reiðari og reiðari yfir því hvað gekk illa hjá henni, kenndi öllum öðrum um. Hreytti í tæknimennina: Fokking amatörs. Krafðist þess að lagið yrði spilað aftur frá byrjun,“ segir Ágústa. Þá hafi rödd í kallkerfi salarins vinsamlegast beðið hana að sýna kurteisi en Silvía Nótt vitanlega haldið munnsöfnuðinum áfram, Jónatani Garðarssyni fararstjóra íslenska hópsins til mikillar skelfingar. „Þá var Svante Stockselius [þáverandi framkvæmdastjóri Eurovision] víst bara: Ef hún segir fokk einu sinni enn þá eruð þið bara „disqualified“. Og þeir [Jónatan og Gaukur Úlfarsson, ] gáfu mér merki, voru bara: Nei, nei, nei, nei! úti í sal.“ Flúðu á gríska eyju Silvía Nótt var jafnframt óspör á styggðaryrði í garð Grikkja, gestgjafa keppninnar. Það skilaði sér í óblíðum móttökum á Eurovision-sviðinu; áhorfendur púa á Silvíu Nótt áður en hún hefur upp raust sína, sem og þegar hún lýkur flutningi, eins og glögglega heyrist í upptöku af atriðinu hér fyrir neðan. Heiftin var sannarlega mikil. En var Ágústa einhvern tímann hrædd? Ekki meðan á keppninni sjálfri stóð, segir hún. En svo tók raunveruleikinn við. „Eftir keppnina þegar þetta er búið og það á að fara heim með flugvél og lenda á Keflavíkurflugvelli og fá blóm, þá hugsuðum við bara að við gætum ekki farið og tekið á móti blómum, það yrði svo ógeðslega vandræðalegt. Ég, Gaukur og Ylfa fórum á gríska eyju og sváfum þar í tvær vikur. Þetta var pínulítil eyja, mjög fáir þarna en það var maður sem spottaði mig og hljóp á eftir mér og spurði: Getur verið að þú hafir verið í Eurovision? Og ég segi já og hann er bara: Ekki vera hérna. Farðu eitthvert þar sem enginn sér þig. Það var alveg hiti, þjóðerniskenndin og allt þetta. Og fólk er skapmikið í Grikklandi. Hann taldi það ekki öruggt fyrir mig að vera á almannafæri,“ segir Ágústa. „En ég lenti í þessu líka á Íslandi. Ég var stoppuð og mér sagt að það væri maður með hníf að leita að mér. Það kostar að ögra.“ Ágústa segir einnig frá því í Eurovísi hér fyrir ofan hvernig henni varð við að heyra púað á sig á sviðinu, ræðir mögulega endurkomu Silvíu Nætur - og hugmyndir að afar djarfri endurkomu stjörnunnar sem aldrei varð. Þá rifjar Björg Magnúsdóttir upp sína reynslu af Eurovision en hún var meðal annars úti með íslenska hópnum þegar hinir umdeildu Hatarar kepptu í Ísrael. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira