Innlent

Wil­son Skaw dregið úr Stein­gríms­firði á næstu dögum

Atli Ísleifsson skrifar
Vinnu við forfæringar á Wilson Skaw lauk í gær.
Vinnu við forfæringar á Wilson Skaw lauk í gær. LHG

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Áhöfn Freyju lauk við að færa farm Wilson Skaw til að gera fyrirhugaðan drátt sem áhættuminnstan. 

„Verkið hófst á laugardag og tók skemmri tíma en áætlað var. Færanlegir kranar á hlið skipsins voru nýttir til verksins og reyndust sérlega vel. Þá var einnig soðið fyrir brunnop í afturlest.

Verkefnið er nú í höndum björgunarfélags sem starfar á vegum eigenda skipsins.

Mikið magn salts er um borð í Wilson Skaw.LHG

Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að skipið verði dregið úr Steingrímsfirði á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. 

Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu.

Vinnu við forfæringar á Wilson Skaw lauk í gær. LHG


Tengdar fréttir

Hefja for­færingar til undir­búnings dráttar í dag

Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×