Lífið

Allt varð vit­laust þegar Ey­þór og Sigga tóku Stjórnar­syrpu og sá síðhærði sá ekki textann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyþór Ingi sá ekki textann og varð að fara upp á stól.
Eyþór Ingi sá ekki textann og varð að fara upp á stól.

Kvöldstund með Eyþóri Inga var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttunum flytur Eyþór skemmtilega smelli ásamt stórsveit og fær einnig til sín gest sem aðstoðar hann á sviðinu.

Að þessu sinni var það stórsöngkonan Sigríður Beinteinsdóttir. Undir lok þáttarins tóku þau saman einskonar Stjórnar syrpu.

Stemningin í salnum var lygilega og gestir í myndveri Stöðvar 2 stóðu upp og tóku fram dansskóna.

Með þeim afleiðingum að Eyþór Ingi sá ekki textana á skjánum fyrir framan sig og varð að fara upp á stól til að syngja lögin.

Klippa: Allt varð vit­laust þegar Ey­þór og Sigga tóku Stjórnar­syrpu og sá síðhærði sá ekki textann





Fleiri fréttir

Sjá meira


×