Borgfirðingar óttast að girðingar haldi riðusmiti ekki frá Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 15:25 Borgfirðingar skora á MAST og matvælaráðherra að axla ábyrgð á lélegum girðingum. Vilhelm Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu. Skorar hún á matvælaráðherra og Matvælastofnun að axla ábyrgð. Fulltrúar nefndarinnar sátu opinn upplýsingafund vegna riðusmits í Miðfjarðarhólfi sem haldinn var á Hótel Laugarbakka í Miðfirði þann 18. apríl. Var þar meðal annars tekist á um girðingar. Í fundargerð segir að Matvælastofnun (MAST) telji að forgangsgirðingum sé vel sinnt í landinu. „Fram kom í máli heimamanna í Miðfirði að þrátt fyrir að um sé að ræða forgangsgirðingu, þá sé viðhaldi ábótavant og girðingar ekki fjárheldar.“ Lýsir nefndin yfir áhyggjum af viðhaldi girðinga á milli varnarhólfa. Einkum á milli Miðfjarðarhólfs annars vegar og Vesturlandshólfs hins vegar. Einnig að sauðfjárveikivarnagirðing sé ónýt á milli Vesturlandshólfs og Snæfellsneshólfs. Leggja þurfi umtalsvert fjármagn í þá girðingu. „Nefndin skorar á Matvælaráðuneyti og MAST að axla ábyrgð á hlutverki sínu í þessum málum og krefst frekara fjármagns í málaflokkinn sem fyrst í ljósi aðstæðna í Miðfjarðarhólfi,“ segir í bókun nefndarinnar. Borgarbyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Fulltrúar nefndarinnar sátu opinn upplýsingafund vegna riðusmits í Miðfjarðarhólfi sem haldinn var á Hótel Laugarbakka í Miðfirði þann 18. apríl. Var þar meðal annars tekist á um girðingar. Í fundargerð segir að Matvælastofnun (MAST) telji að forgangsgirðingum sé vel sinnt í landinu. „Fram kom í máli heimamanna í Miðfirði að þrátt fyrir að um sé að ræða forgangsgirðingu, þá sé viðhaldi ábótavant og girðingar ekki fjárheldar.“ Lýsir nefndin yfir áhyggjum af viðhaldi girðinga á milli varnarhólfa. Einkum á milli Miðfjarðarhólfs annars vegar og Vesturlandshólfs hins vegar. Einnig að sauðfjárveikivarnagirðing sé ónýt á milli Vesturlandshólfs og Snæfellsneshólfs. Leggja þurfi umtalsvert fjármagn í þá girðingu. „Nefndin skorar á Matvælaráðuneyti og MAST að axla ábyrgð á hlutverki sínu í þessum málum og krefst frekara fjármagns í málaflokkinn sem fyrst í ljósi aðstæðna í Miðfjarðarhólfi,“ segir í bókun nefndarinnar.
Borgarbyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28