Barnastjarna segir tröllin munu drepa sig með ásökunum um barnagirnd Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 23:12 Drake Bell hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Getty/Gregg DeGuire Leikarinn og barnastjarnan Drake Bell segir ásakanir nettrölla um meinta barnagirnd sína hafa haft gríðarlega slæm áhrif á geðheilsuna. Hann þvertekur fyrir ásakanirnar sem eru tilkomnar eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Drake Bell, þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Drake & Josh á Nickelodeon, hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum undanfarið við að svara ásökunum þess efnis að hann sé barnaperri. Drake Bell hefur svarað ásökunum um barnagirnd fullum hálsi.Skjáskot/Twitter Síðastliðinn miðvikudag skrifaði einn Twitter-notandi „Gleymum því ekki að hann er barnaperri“ í tísti sem nú hefur verið eytt. Drake sagði viðkomandi að sinna smá heimildavinnu og að hann þyrfti að lifa við daglegar ásakanir sem myndu draga hann til dauða. Að lokum sagði hann „Það er blóð á höndum þeirra.“ Óviðeigandi og skaðleg skilaboð Bell hefur ítrekað verið uppnefndur barnaperri eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Hann var þá ákærður í tveimur liðum, fyrir að stofna barni í hættu og fyrir að dreifa skaðlegu efni til barns. Bell játaði sekt sína og var sakfelldur. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að vinna 200 klukkutíma af samfélagsþjónustu. Eftir að dómurinn féll fór Bell á Instagram til að reyna að skýra mál sitt. Þar sagðist hann hafa svarað aðdáenda án þess að vita aldur hennar og hann hafi hætt samskiptum við hana um leið og hann komst að því hvað hún væri gömul. View this post on Instagram A post shared by Drake Campana (@drakebell) Hann sagðist aðeins hafa gengist við því að hafa sent „gáleysisleg og ábyrgðarlaus skilaboð“ en hann hafi ekki sent neinar kynferðislegar myndir. Þá hafi ekkert „líkamlegt“ átt sér stað milli þeirra tveggja heldur hafi aðeins verið um textaskilaboð að ræða. Hann segist hafa játað ásökununum til að klára málið eins fljótt og auðið var og svo allir hlutaðeigandi gætu haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa netverjar ekki leyft honum að gleyma málinu. Segir tröllin vera grimm Eftir að Bell svaraði ásökunum á miðvikudag skrifaði hann annað tíst þar sem hann sagðist ekki skilja það hvað fólk á Twitter væri grimmt við annað fólk sem væri „greinilega að glíma við andlega erfiðleika“ og átti væntanlega við sína eigin erfiðleika. Í lok tístsins sagði hann „Það er ótrúlegt hvað þið getið öll verið grimm.“ Bell hefur sjálfur verið að glíma við andlega erfiðleika undanfarið. Þann 13. apríl síðastliðinn lýsti lögregluna eftir honum þar sem hann var talinn týndur og í hættu eftir að hann hafði hótað því að fremja sjálfsmorð. Sjálfur gaf Bell lítið fyrir fréttir um að hann hefði týnst, hann hefði bara gleymt símanum sínum í bílnum yfir nótt. Þar að auki skildu Bell og Janet Von Schmeling, eiginkona hans til fjögurra ára, í janúar. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs á hún að hafa farið frá honum eftir að það sást til hans sniffa gasblöðrur á bílastæði fyrir framan rafrettubúllu á meðan ungur sonur hans var í aftursætinu. Von Schmeling sótti síðan opinberlega um skilnað á fimmtudaginn í síðustu viku. Á Twitter sagðist Bell hafa heyrt fréttirnar á TMZ og deildi um leið myndbandi af nýjasta lagi sínu. Það hefur því verið stormasamt undanfarið hjá barnastjörnunni. I found out my wife filed for divorce from TMZ...check out my new song https://t.co/34cYh4JsMA— DrakeBell.eth (@DrakeBell) April 21, 2023 Hollywood Bandaríkin Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Drake Bell, þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Drake & Josh á Nickelodeon, hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum undanfarið við að svara ásökunum þess efnis að hann sé barnaperri. Drake Bell hefur svarað ásökunum um barnagirnd fullum hálsi.Skjáskot/Twitter Síðastliðinn miðvikudag skrifaði einn Twitter-notandi „Gleymum því ekki að hann er barnaperri“ í tísti sem nú hefur verið eytt. Drake sagði viðkomandi að sinna smá heimildavinnu og að hann þyrfti að lifa við daglegar ásakanir sem myndu draga hann til dauða. Að lokum sagði hann „Það er blóð á höndum þeirra.“ Óviðeigandi og skaðleg skilaboð Bell hefur ítrekað verið uppnefndur barnaperri eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Hann var þá ákærður í tveimur liðum, fyrir að stofna barni í hættu og fyrir að dreifa skaðlegu efni til barns. Bell játaði sekt sína og var sakfelldur. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að vinna 200 klukkutíma af samfélagsþjónustu. Eftir að dómurinn féll fór Bell á Instagram til að reyna að skýra mál sitt. Þar sagðist hann hafa svarað aðdáenda án þess að vita aldur hennar og hann hafi hætt samskiptum við hana um leið og hann komst að því hvað hún væri gömul. View this post on Instagram A post shared by Drake Campana (@drakebell) Hann sagðist aðeins hafa gengist við því að hafa sent „gáleysisleg og ábyrgðarlaus skilaboð“ en hann hafi ekki sent neinar kynferðislegar myndir. Þá hafi ekkert „líkamlegt“ átt sér stað milli þeirra tveggja heldur hafi aðeins verið um textaskilaboð að ræða. Hann segist hafa játað ásökununum til að klára málið eins fljótt og auðið var og svo allir hlutaðeigandi gætu haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa netverjar ekki leyft honum að gleyma málinu. Segir tröllin vera grimm Eftir að Bell svaraði ásökunum á miðvikudag skrifaði hann annað tíst þar sem hann sagðist ekki skilja það hvað fólk á Twitter væri grimmt við annað fólk sem væri „greinilega að glíma við andlega erfiðleika“ og átti væntanlega við sína eigin erfiðleika. Í lok tístsins sagði hann „Það er ótrúlegt hvað þið getið öll verið grimm.“ Bell hefur sjálfur verið að glíma við andlega erfiðleika undanfarið. Þann 13. apríl síðastliðinn lýsti lögregluna eftir honum þar sem hann var talinn týndur og í hættu eftir að hann hafði hótað því að fremja sjálfsmorð. Sjálfur gaf Bell lítið fyrir fréttir um að hann hefði týnst, hann hefði bara gleymt símanum sínum í bílnum yfir nótt. Þar að auki skildu Bell og Janet Von Schmeling, eiginkona hans til fjögurra ára, í janúar. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs á hún að hafa farið frá honum eftir að það sást til hans sniffa gasblöðrur á bílastæði fyrir framan rafrettubúllu á meðan ungur sonur hans var í aftursætinu. Von Schmeling sótti síðan opinberlega um skilnað á fimmtudaginn í síðustu viku. Á Twitter sagðist Bell hafa heyrt fréttirnar á TMZ og deildi um leið myndbandi af nýjasta lagi sínu. Það hefur því verið stormasamt undanfarið hjá barnastjörnunni. I found out my wife filed for divorce from TMZ...check out my new song https://t.co/34cYh4JsMA— DrakeBell.eth (@DrakeBell) April 21, 2023
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira