Efna til „klórumyndasamkeppni” í tilefni af degi íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2023 13:06 Hestum finnst ótrúlega gott að láta klóra sér og því hefur Íslandsstofa efnt til „Klórumyndbandasamkeppni“ þar sem vegleg verðlaun verða í boði. Christiane Slawik Alþjóðlegum degi íslenska hestsins verður fagnað 1. maí næstkomandi en þá verður meðal annars haldið upp á daginn í Nýja Sjálandi og Ástralíu og að sjálfsögðu á Íslandi. Í tilefni dagsins hefur Íslandsstofa efnt til „klórumyndasamkeppni” enda finnst hestum einstaklega gott að láta klóra sér. Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl. Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl.
Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira