Innlent

Sex fluttir á slysadeild eftir að rúta valt út í á

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slysið átti sér stað við Húseyjarkvísl í Skagafirði.
Slysið átti sér stað við Húseyjarkvísl í Skagafirði. vísir/vilhelm

Sex voru fluttir á slysadeild eftir að rúta valt út í á við skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag. Alls voru fimmtán manns í rútunni, þrettán farþegar ásamt bílstjóra og leiðsögumanns. 

Rútunni var ekið að lítilli brú sem liggur yfir Húseyjarkvísl, skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði. 

„Tildrög slyssins eru í rannsókn, en einhverra hluta vegna valt rútan í ánna og endar á hliðinni,“ segir Höskuldur Erlingsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Auk lögreglunnar tók slökkviliðið, björgunarsveitarfólk og starfsfólk Rauða krossins þátt í björgunaraðgerðum.

Sex eru taldir meira slasaðir, en enginn er talinn í lífshættu. Hlúð var að öllum farþegum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð. 

„Við myndum segja að þetta hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Höskuldur. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×