Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 10:44 Þórir Hákonarson var áður framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Daníel Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Besta deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira