Tónlist

Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sitja í 14. sæti Íslenska listans á FM með lagið Ég er.
Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sitja í 14. sæti Íslenska listans á FM með lagið Ég er. Vísir/Hulda Margrét

Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög.

Kristmundur Axel situr í 18. sæti listans með lagið Adenalín sem hann gaf út þann 3. mars síðastliðinn og er um að ræða danslag með föstum takti. Í 14. sæti má svo finna lagið Ég er sem hann og Júlí Heiðar sendu frá sér fyrir tæpum mánuði síðan. Þeir hafa áður sameinað krafta sína á eftirminnilegan hátt, þegar þeir sigruðu Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010.

Í spilaranum hér að neðan má sjá flutninginn hjá Kristmundi Axel og Júlí Heiðari á Hlustendaverðlaununum 2023:

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sitja staðfastir í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með lagið Vinn við það og Metro Boomin’ og The Weeknd skipa annað sætið með lagið Creepin’. Tiesto og Tate McRae stökkva upp í þriðja sætið í þessari viku með lagið 10:35, en lagið sat í áttunda sæti í síðustu viku.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína for­tíð“

Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru.

„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“

Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. 

Diljá komin á toppinn

Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum.

Herra Hnetusmjör og Frikki Dór aftur á toppnum

Tónlistarmennirnir Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sitja á toppi Íslenska listans með lagið Vinn við það. Lagið hefur flakkað upp og niður listann á síðustu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×