Swiftingar í ástarlífinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 11:25 Swift og Alwyn árið 2019, þegar allt lék í lyndi. Jackson Lee/GC Images/Getty Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. Það er slúðurmiðillinn ET sem segir frá þessu, og greinir jafnframt frá því að sambandsslitin hafi orðið fyrir nokkrum vikum. Þessar fréttir kunna að vekja von í brjósti margra blóðheitra aðdáenda söngkonunnar, enda hefur hún samið marga af sínum vinsælustu smellum eftir sambandsslit, sem hafa ekki alltaf verið í góðu. Í þetta skiptið verður aðdáendum þó sennilega ekki kápan úr því klæðinu, þar sem ET greinir frá því að parið hafi haldið hvort sína leiðina sem mestu mátar og sambandsslitin verið hin vinalegustu. Hin 33 ára Swift er nú á tónleikaferðalagi, og spilar næst í Tampa í Flórídaríki í næstu viku. Skammt er síðan greint var frá því að allt væri í blóma í sambandi Swift og Alwyn, sem byrjuðu að stinga saman nefjum seint á því herrans ári 2016. Í október hafði ET til að mynda eftir heimildamanni sem stóð þeim nærri að þau „hefðu það mjög gott“ og að samband þeirra væri „ofursterkt.“ Líkt og aðdáendur Hollywood-stjarnanna vita mætavel skipast veður skjótt í lofti í heimi hinna ríku og frægu og Swift og Alwyn halda nú inn í sumarið einhleyp. Hollywood Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Sjá meira
Það er slúðurmiðillinn ET sem segir frá þessu, og greinir jafnframt frá því að sambandsslitin hafi orðið fyrir nokkrum vikum. Þessar fréttir kunna að vekja von í brjósti margra blóðheitra aðdáenda söngkonunnar, enda hefur hún samið marga af sínum vinsælustu smellum eftir sambandsslit, sem hafa ekki alltaf verið í góðu. Í þetta skiptið verður aðdáendum þó sennilega ekki kápan úr því klæðinu, þar sem ET greinir frá því að parið hafi haldið hvort sína leiðina sem mestu mátar og sambandsslitin verið hin vinalegustu. Hin 33 ára Swift er nú á tónleikaferðalagi, og spilar næst í Tampa í Flórídaríki í næstu viku. Skammt er síðan greint var frá því að allt væri í blóma í sambandi Swift og Alwyn, sem byrjuðu að stinga saman nefjum seint á því herrans ári 2016. Í október hafði ET til að mynda eftir heimildamanni sem stóð þeim nærri að þau „hefðu það mjög gott“ og að samband þeirra væri „ofursterkt.“ Líkt og aðdáendur Hollywood-stjarnanna vita mætavel skipast veður skjótt í lofti í heimi hinna ríku og frægu og Swift og Alwyn halda nú inn í sumarið einhleyp.
Hollywood Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Sjá meira