Innlent

Landeigandinn segir um misskilning að ræða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Eigandi jarðarinnar segir þetta ekki rusl heldur byggingarefni. Misskilningurinn hefur verið leiðréttur við bæði Pálma og blaðamann Vísis.
Eigandi jarðarinnar segir þetta ekki rusl heldur byggingarefni. Misskilningurinn hefur verið leiðréttur við bæði Pálma og blaðamann Vísis. Mynd/Pálmi Gestsson

Uppfært kl. 16.25: Eigandi jarðarinnar hefur haft samband og segir um misskilning að ræða. Um sé að ræða byggingarefni sem verði fjarlægt eftir helgi. Pálmi er búinn að fjarlægja færsluna á Facebook.

Í færslu á facebook gagnrýndi Pálmi Gestsson leikari aðfarir manns sem náðist á mynd þar sem hann var að losa alls konar rusl úr bifreið sinni og kerru við Nesjavallaleið. Pálmi birti umræddar myndir og fleiri sem hann tók sjálfur af ruslinu á Facebook. Eftir að eigandi jarðarinnar hafði samband við Pálma og útskýrði málavexti þá fjarlægði Pálmi færsluna sem hafði verið deilt 235 sinnum þegar fréttin var skrifuð.

Eigandi jarðarinnar segir þetta ekki rusl heldur byggingarefni. Rætt var við Pálma þegar hann hélt enn að um væri að ræða umhverfissóða og taldi hann athæfið bæði kolólöglegt og siðlaust þar sem um væri að ræða vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar. Eftir að eigandi landsins hafði samband fjarlægði Pálmi færsluna á facebook og því er hún ekki lengur sýnileg hér í fréttinni.

Pálmi hefur verið búsettur á svæðinu í þrjú ár og segist hafa orðið var við umhverfissóðaskap. Segir hann þetta líklega meðal annars mega rekja til þess hversu dýrt það sé orðið að fara með sorp á réttan stað.

„Það er ákveðinn freistnivandi sem fylgir því,“ segir hann. „En að fólk hafi það í sér að losa bara rusl... Það hafa verið settar þvottavélar þarna, á sínum tíma. Ég hef séð það að minnsta kosti einu sinni á þessum tíma. Og svo er fólk bara að sturta rusli, úrgangi.

Maður hélt satt að segja að þetta væri liðin tíð en það er bara alls ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×