„Myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. apríl 2023 14:33 Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir ræddi um þróun í förðun fermingarstúlkna í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Bylgjan Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir segir þær útlitskröfur sem fermingarstúlkur setja á sjálfar sig í dag vera komnar út í öfgar, eins og svo margt annað sem snýr að fermingum í dag. Foreldrar séu hluti af vandamálinu og verði að sýna ábyrgð. Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira
Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira