Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2023 09:01 Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson var gestur Einkalífsins í síðasta þætti þar sem hann talaði meðal annars um æskuna, ferilinn og baráttu sína við kvíðann. Vísir/Vilhelm „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað. Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað.
Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44