Edda Falak dæmd fyrir brot á friðhelgi einkalífsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2023 15:59 Edda Falak þarf einnig að greiða konunni 900 þúsund krónur í málskostnað. Vísir/Vilhelm Edda Falak hefur verið dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins fyrir að hafa spilað tiltekið hljóðbrot í þættinum Eigin konur. Viðmælandi þáttarins sagðist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af hálfu móður og spilaði hljóðupptökur af samtölum þeirra mæðgna. Móðirin höfðaði því mál á hendur Eddu Falak vegna spilunar hljóðbrotsins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum sem kvað upp dóm í dag. Mbl.is greinir fyrst frá. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi fallið móðurinni í vil. Miskabótakrafan var upp á fimm milljónir króna en héraðsdómari taldi 400 þúsund krónur nægjanlegar bætur. Sjá einnig: Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Eins og fyrr segir voru spilaðar hljóðupptökur í umræddum þætti af samskiptum mægðnanna. Á upptökunum mátti meðal annars heyra móðurina segja: „ég þoli þig ekki,“ samkvæmt því sem spilað var í þættinum. Dóttirin sagði móðurina hafa sagt: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“. Edda Falak birti aðra hljóðupptöku sambærilegs efnis sama dag á síðu Eigin kvenna á Instagram. Við færsluna á Instagram stóð að svona væri að eiga „narsisíska móður“ og að hegðun móðurinnar væri tegund af djúpstæðu ofbeldi. Viðkvæm einkasamtöl innan veggja heimilis Móðirin byggði á því fyrir héraðsdómi að brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til friðhelgi einkalífsins. Hlaðvarp Eddu Falak, Eigin konur, hafi verið fjölmiðill og beri hún því ritstjórnarlega ábyrgð á birtingu hljóðupptakanna. Þá bar hún einnig fyrir sig að Edda Falak hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis, brotið persónuverndarlög og siðareglur Blaðamannafélagsins. Hún lagði áherslu á að hljóðupptökurnar hafi verið persónugreinanlegar og slitnar úr samhengi. Ótækt væri að persónugreinanlegar upptökur, brot af einkasamtölum innan veggja heimilis á viðkvæmum stundum, væru gerðar opinberar með þessum hætti. Þá sagði móðirin einnig að hljóðupptökurnar hafi engu máli skipt fyrir efni þáttarins; að umfjöllunin hafi ekki misst marks þó hljóðupptakan hafi ekki verið spiluð. Það hafi átt að upplýsa hana um fyrirhugaða umfjöllun, svo hún gæti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Ekki hafi verið gefið leyfi fyrir birtingunni í samræmi við persónuverndarlög. Dóttirin hafi hulið andlit Edda Falak mótmælti því að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs móðurinnar. Réttur til tjáningar sé rýmri í þágu fjölmiðlunar og birting hafi verið nauðsynleg til að draga fram „alvarleika þess ofbeldis,“ sem dóttirin hafi lýst, eins og fram kemur í héraðsdómi. Því var mótmælt að brotið hafi verið gegn hátternis- og siðareglum blaðamanna, þvert á móti hafi þeirra verið gætt í hvívetna. Dóttirin hafi hulið andlit sitt í þættinum og nafnleyndar hafi verið gætt. Edda Falak vísaði einnig til þess að hljóðupptakan hafi verið stytt, eins og fréttamenn „geri gjarnan.“ Auðvelt hafi verið að sannreyna sannleiksgildi frásagnarinnar. Þá sagði hún í málatilbúnaði sínum að móðirin hafi beitt dóttur sína andlegu ofbeldi frá barnsaldri. Hafi einhver þekkt rödd móðurinnar á upptöku megi alfarið rekja það til „ólíðandi framkomu [móðurinnar] í garð barns.“ Hún bæri ein ábyrgð á slíku. Hægt að breyta rödd móðurinnar Héraðsdómari tók fram strax í upphafi að hlaðvarp Eddu Falak teldist vera fjölmiðill. Hún bæri því ábyrgð á efni sem birt væri í hlaðvarpinu. Þá væri talið að upplýsingarnar væru persónugreinanlegar enda sannað að móðirin hafi fengið skilaboð frá vinum og vandamönnum eftir birtingu þáttarins. Vitni, sem leidd voru fyrir dóm og tengdust móðurinni, báru á sama veg. Móðirin hefði ekki mátt gera ráð fyrir því að einkasamtöl innan veggja heimilisins yrðu tekin upp og gerð opinber. Hins vegar var talið að umfjöllun Eddu hafi rúmast innan rúmra marka tjáningarfrelsis vegna þess að umræðan ætti erindi við almenning. Fjölmiðlum beri samt sem áður skylda til að virða friðhelgi einkalífs og það hafi ekki tekist. Hljóðupptakan hafi verið spiluð undir lok þáttar, og því mögulegt að sleppa birtingu hennar, eða einfaldlega breyta rödd móðurinnar á upptökunni. Friðhelgi einkalífs móðurinnar var því talið vega þyngra en tjáningarfrelsi Eddu Falak með birtingu hljóðupptakanna. Í því fælist ólögmæt meingerð. Eddu Falak ber því að greiða móðurinni 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf hún einnig að greiða málskostnað móðurinnar, 900 þúsund krónur. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. 16. febrúar 2023 20:37 Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9. mars 2023 11:19 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Móðirin höfðaði því mál á hendur Eddu Falak vegna spilunar hljóðbrotsins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum sem kvað upp dóm í dag. Mbl.is greinir fyrst frá. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi fallið móðurinni í vil. Miskabótakrafan var upp á fimm milljónir króna en héraðsdómari taldi 400 þúsund krónur nægjanlegar bætur. Sjá einnig: Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Eins og fyrr segir voru spilaðar hljóðupptökur í umræddum þætti af samskiptum mægðnanna. Á upptökunum mátti meðal annars heyra móðurina segja: „ég þoli þig ekki,“ samkvæmt því sem spilað var í þættinum. Dóttirin sagði móðurina hafa sagt: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“. Edda Falak birti aðra hljóðupptöku sambærilegs efnis sama dag á síðu Eigin kvenna á Instagram. Við færsluna á Instagram stóð að svona væri að eiga „narsisíska móður“ og að hegðun móðurinnar væri tegund af djúpstæðu ofbeldi. Viðkvæm einkasamtöl innan veggja heimilis Móðirin byggði á því fyrir héraðsdómi að brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til friðhelgi einkalífsins. Hlaðvarp Eddu Falak, Eigin konur, hafi verið fjölmiðill og beri hún því ritstjórnarlega ábyrgð á birtingu hljóðupptakanna. Þá bar hún einnig fyrir sig að Edda Falak hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis, brotið persónuverndarlög og siðareglur Blaðamannafélagsins. Hún lagði áherslu á að hljóðupptökurnar hafi verið persónugreinanlegar og slitnar úr samhengi. Ótækt væri að persónugreinanlegar upptökur, brot af einkasamtölum innan veggja heimilis á viðkvæmum stundum, væru gerðar opinberar með þessum hætti. Þá sagði móðirin einnig að hljóðupptökurnar hafi engu máli skipt fyrir efni þáttarins; að umfjöllunin hafi ekki misst marks þó hljóðupptakan hafi ekki verið spiluð. Það hafi átt að upplýsa hana um fyrirhugaða umfjöllun, svo hún gæti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Ekki hafi verið gefið leyfi fyrir birtingunni í samræmi við persónuverndarlög. Dóttirin hafi hulið andlit Edda Falak mótmælti því að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs móðurinnar. Réttur til tjáningar sé rýmri í þágu fjölmiðlunar og birting hafi verið nauðsynleg til að draga fram „alvarleika þess ofbeldis,“ sem dóttirin hafi lýst, eins og fram kemur í héraðsdómi. Því var mótmælt að brotið hafi verið gegn hátternis- og siðareglum blaðamanna, þvert á móti hafi þeirra verið gætt í hvívetna. Dóttirin hafi hulið andlit sitt í þættinum og nafnleyndar hafi verið gætt. Edda Falak vísaði einnig til þess að hljóðupptakan hafi verið stytt, eins og fréttamenn „geri gjarnan.“ Auðvelt hafi verið að sannreyna sannleiksgildi frásagnarinnar. Þá sagði hún í málatilbúnaði sínum að móðirin hafi beitt dóttur sína andlegu ofbeldi frá barnsaldri. Hafi einhver þekkt rödd móðurinnar á upptöku megi alfarið rekja það til „ólíðandi framkomu [móðurinnar] í garð barns.“ Hún bæri ein ábyrgð á slíku. Hægt að breyta rödd móðurinnar Héraðsdómari tók fram strax í upphafi að hlaðvarp Eddu Falak teldist vera fjölmiðill. Hún bæri því ábyrgð á efni sem birt væri í hlaðvarpinu. Þá væri talið að upplýsingarnar væru persónugreinanlegar enda sannað að móðirin hafi fengið skilaboð frá vinum og vandamönnum eftir birtingu þáttarins. Vitni, sem leidd voru fyrir dóm og tengdust móðurinni, báru á sama veg. Móðirin hefði ekki mátt gera ráð fyrir því að einkasamtöl innan veggja heimilisins yrðu tekin upp og gerð opinber. Hins vegar var talið að umfjöllun Eddu hafi rúmast innan rúmra marka tjáningarfrelsis vegna þess að umræðan ætti erindi við almenning. Fjölmiðlum beri samt sem áður skylda til að virða friðhelgi einkalífs og það hafi ekki tekist. Hljóðupptakan hafi verið spiluð undir lok þáttar, og því mögulegt að sleppa birtingu hennar, eða einfaldlega breyta rödd móðurinnar á upptökunni. Friðhelgi einkalífs móðurinnar var því talið vega þyngra en tjáningarfrelsi Eddu Falak með birtingu hljóðupptakanna. Í því fælist ólögmæt meingerð. Eddu Falak ber því að greiða móðurinni 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf hún einnig að greiða málskostnað móðurinnar, 900 þúsund krónur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. 16. febrúar 2023 20:37 Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9. mars 2023 11:19 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. 16. febrúar 2023 20:37
Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9. mars 2023 11:19