BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 16:32 Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Friðrik Jónsson, formaður BHM, tilkynntu um samflot fyrr á árinu. BHM BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM vegna málsins en þar segir að samkomulagið sé á sambærilegum nótum og samningar sem þegar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Það feli í sér prósentuhækkanir með ákveðnu lágmarki og hámarki í krónutölum og lagfæringar á launatöflum þar sem við á. Verði samkomulagið samþykkt gilda samningar til 31. mars 2024 en markmiðið er að láta samninga taka við af samningum. Samhliða samkomulaginu var undirritað sérstakt áfangasamkomulag um jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins. Fyrsta innborgun komi til framkvæmda fyrsta október hjá þeim hópum sem búa mið mestan ójöfnuð, þeirra sem starfa við klíníska þjónustu innan heilbrigðisgeirans og við kennslu. „Meirihluti þeirra sem starfa innan þessara stétta hjá opinberum launagreiðendum eru konur. Árum saman hafa verið sterkar vísbendingar um kerfisbundinn og ómálefnalegan launamun sem þarf að uppræta. Ef vel tekst til með þetta fyrsta skref mun það vonandi hafa varanleg áhrif til jöfnunar launa hjá þessum hópum og gefa skýrt fordæmi fyrir áframhaldandi vinnu og umbótum í mati á virði starfa,“ segir í tilkynningunni en markmiðið er að tryggja að laun séu samkeppnisfær til lengri tíma. Um er að ræða ávinning samflots heildarsamtaka launafólks á opinberum markaði, BHM, Kennarasambands Íslands og BSRB. Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfélög BSRB hafi náð samkomulagi við ríkið og Reykjavíkurborg. Í tilkynningu frá BRSB sagði að forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirriti í kjölfarið kjarasamningana, sem gilda í tólf mánuði frá fyrsta apríl, en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg. Stéttarfélög Verðlag Rekstur hins opinbera Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM vegna málsins en þar segir að samkomulagið sé á sambærilegum nótum og samningar sem þegar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Það feli í sér prósentuhækkanir með ákveðnu lágmarki og hámarki í krónutölum og lagfæringar á launatöflum þar sem við á. Verði samkomulagið samþykkt gilda samningar til 31. mars 2024 en markmiðið er að láta samninga taka við af samningum. Samhliða samkomulaginu var undirritað sérstakt áfangasamkomulag um jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins. Fyrsta innborgun komi til framkvæmda fyrsta október hjá þeim hópum sem búa mið mestan ójöfnuð, þeirra sem starfa við klíníska þjónustu innan heilbrigðisgeirans og við kennslu. „Meirihluti þeirra sem starfa innan þessara stétta hjá opinberum launagreiðendum eru konur. Árum saman hafa verið sterkar vísbendingar um kerfisbundinn og ómálefnalegan launamun sem þarf að uppræta. Ef vel tekst til með þetta fyrsta skref mun það vonandi hafa varanleg áhrif til jöfnunar launa hjá þessum hópum og gefa skýrt fordæmi fyrir áframhaldandi vinnu og umbótum í mati á virði starfa,“ segir í tilkynningunni en markmiðið er að tryggja að laun séu samkeppnisfær til lengri tíma. Um er að ræða ávinning samflots heildarsamtaka launafólks á opinberum markaði, BHM, Kennarasambands Íslands og BSRB. Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfélög BSRB hafi náð samkomulagi við ríkið og Reykjavíkurborg. Í tilkynningu frá BRSB sagði að forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirriti í kjölfarið kjarasamningana, sem gilda í tólf mánuði frá fyrsta apríl, en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg.
Stéttarfélög Verðlag Rekstur hins opinbera Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18