Innlent

Þyrlur Land­helgis­gæslunnar gerðar út frá Akur­eyri og Reykja­vík næstu daga

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Á Akureyrarflugvelli er góð aðstaða fyrir þyrluna og þar er unnt að geyma hana inni í flugskýli á milli verkefna.
Á Akureyrarflugvelli er góð aðstaða fyrir þyrluna og þar er unnt að geyma hana inni í flugskýli á milli verkefna. Landhelgisgæslan

Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar verður til taks á Akureyri fram á föstudag. Þangað hélt þyrlusveitin síðdegis og mun hafa aðsetur fyrir norðan ásamt lækni.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að viðbragðstími þyrlunnar verður umtalsvert styttri þaðan en frá Reykjavík ef sinna þarf útkalli á Norður-eða Austurlandi.

Á Akureyrarflugvelli er góð aðstaða fyrir þyrluna og þar er unnt að geyma hana inni í flugskýli á milli verkefna.

Áhöfnin á TF-EIR verður á sama tíma til taks í Reykjavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×