Innlent

Af­létta rýmingu á svæði 18 í Nes­kaup­stað

Atli Ísleifsson skrifar
Snjóflóð féll á hús við Starmýri í Neskaupstað í gærmorgun.
Snjóflóð féll á hús við Starmýri í Neskaupstað í gærmorgun. Landsbjörg

Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað sem gripið var til vegna snjóflóðahættu í bænum í gær. Rýming gærdagsins er að öðru leyti enn í fullu gildi, það er á svæði 4, 6, 16 og 17 í Neskaupstað og sömuleiðis á Seyðisfirði og Eskifirði.

Þetta var ákveðið á fundi aðgerðastjórnar með Veðurstofunni í morgun þar sem staðan á Austfjörðum var metin með tilliti til snjóflóðahættu og veðurs framundan. 

Ákveðið var að grípa til rýminga í kjölfar þriggja snjóflóða sem féllu á bæinn í gærmorgun.

Eftirfarandi hús eru á svæði 18:

  • Bakkabakki 1, 2, 3, 4a, 4b, 5, 6a, 6b, 6c, 7, 9, 10, 11, 12, 13 og 15
  • Bakkavegur 5
  • Gilsbakki 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12
  • Mýrargata 30, 32, 39 og 41
  • Nesbakki 2, 4 og 6
  • Starmýri 1

„Vegna aðstæðna á svæðinu og slæmrar veðurspár á morgun, annað kvöld, verður ekki að svo stöddu tekin ákvörðun um frekari afléttingu. Veðurstofa metur aðstæður og ef þær breytast hvað rýmingu varðar mun það kynnt.

Heimilt er íbúum að sækja vistir og annað frá heimilum sínum á rýmingarsvæði. Vegna veðurs framundan er rétt að nýta daginn í dag. Þeir sem hyggjast nýta sér það eru beðnir um að fara áður í björgunarsveitarhús á sínu svæði þar sem skráning fer fram og fylgd,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.


Tengdar fréttir

Um­merki um fleiri flóð

Snjóathugunarmenn Veðurstofunnar eru byrjaðir að skoða aðstæður á Austfjörðum eftir snjóflóð gærdagsins. Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem vart varð við í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×