Innlent

Glæsi­leg þjóð­garðsmið­stöð á Hellis­sandi opnuð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Húsið sem hýsir miðstöðina er 700 fermetrar að stærð.
Húsið sem hýsir miðstöðina er 700 fermetrar að stærð. Umhverfisstofnun

Ný þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi var formlega opnuð á föstudaginn fyrir helgi. Miðstöðin er um sjö hundruð fermetrar að stærð og kostaði ríflega sex hundruð milljónir króna. 

Þjóðgarðsmiðstöðin er rekin á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Umhverfisstofnunar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti ávarp við opnunina á föstudaginn.

Miðstöðin var hönnuð af Arkís arkitektum og er húsinu skipt í þrennt. Til suðurs er Jökulhöfði, sem vísar í Snæfellsjökul sem trónir yfir húsinu, til norðurs er Fiskbeinið sem vísar til fengsælla fiskimiða á svæðinu og í gegnum húsið liggur svo Þjóðvegurinn, en hægt er að ganga þvert í gegnum húsið að innan sem utan.

Húsið er afar glæsilegt.Umhverfisstofnun

Hér má sjá hvernig bygging lítur út að ofanverðu.Umhverfisstofnun

Svona lítur byggingin út að innan.Umhverfisstofnun


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×