Lífið

Ein­býli með bar og ar­instofu falt fyrir 265 milljónir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Arinstofan í kjallaranum er fjörutíu fermetrar að stærð. Rýmið er hannað af Sveini Kjarval. Af barnum er innangengt í lítinn vínkjallara.
Arinstofan í kjallaranum er fjörutíu fermetrar að stærð. Rýmið er hannað af Sveini Kjarval. Af barnum er innangengt í lítinn vínkjallara. Fasteignaljósmyndun

Rúmlega þrjú hundruð fermetra einbýlishús á Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Ásett verð eru 265 milljónir króna. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og í kjallaranum er arinstofa með innréttingum sem Sveinn Kjarval hannaði. Örstutt er á Ægisíðuna. 

Um er að ræða mikið endurnýjað átta herbergja einbýlishús ásamt bílskúr. Möguleiki er á séríbúð í kjallaranum. Birt flatarmál eru 316,2 fermetrar, þar af er íbúðarrými 288, 7 fermetrar og bílskúrinn 27,5. Á aðalhæð er viðarpanell og stafafura og úr stofunni er hægt að ganga út á suðursvalir. 

Arinstofan í kjallaranum er fjörutíu fermetrar að stærð. Bekkir eru veggfestir og af barnum er innangengt í lítinn vínkjallara. Nánar er hægt að lesa um eignina á fasteignavef Vísis en nokkrar myndir má sjá hér að neðan.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×