Um er að ræða mikið endurnýjað átta herbergja einbýlishús ásamt bílskúr. Möguleiki er á séríbúð í kjallaranum. Birt flatarmál eru 316,2 fermetrar, þar af er íbúðarrými 288, 7 fermetrar og bílskúrinn 27,5. Á aðalhæð er viðarpanell og stafafura og úr stofunni er hægt að ganga út á suðursvalir.
Arinstofan í kjallaranum er fjörutíu fermetrar að stærð. Bekkir eru veggfestir og af barnum er innangengt í lítinn vínkjallara. Nánar er hægt að lesa um eignina á fasteignavef Vísis en nokkrar myndir má sjá hér að neðan.







