Lífið

Reese Wit­her­spoon til­kynnir skilnað

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Reese Witherspoon og Jim Toth segjast hafa tekið ákvörðunina sameiginlega.
Reese Witherspoon og Jim Toth segjast hafa tekið ákvörðunina sameiginlega. Getty/Axelle

Leikkonan Reese Witherspoon og Jim Toth, eiginmaður hennar til tólf ára, hafa ákveðið að skilja.

Witherspoon greindi sjálf frá því á samfélagsmiðlum að þau hafi sameiginlega tekið ákvörðunina. Þau giftust árið 2011 og eiga tíu ára gamlan son saman, Tennessee.

„Að vandlega hugsuðu máli höfum við ákveðið að taka þessa erfiðu ákvörðun. Við eigum frábærar minningar og enn ríkir mikil ást og virðing okkar á milli. Við biðjum ykkur um að sýna nærgætni og gefa okkur smá frið. Við þurfum fyrst og fremst að vernda son okkar og fjölskylduna í heild, skilnaður er alltaf erfiður.“

Heimildarmenn TMZ greina frá því að ákvörðun, nú bráðlega fyrrverandi, hjónanna hafi verið tekin í mestu vinsemd.


Tengdar fréttir

Sjáðu þegar Reese Witherspoon var handtekin

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar Hollywoodleikkonan Reese Witherspoon og eiginmaður hennar, James Toth, voru handtekin og í kjölfarið fangelsuð í stutta stund á föstudaginn í Atlanta í Bandaríkjunum. Toth ók undir áhrifum áfengis og var stöðvaður af lögreglunni. Reese var handtekin fyrir að trufla framgang réttvísinnar þegar lögreglumenn höfðu afskipti af eiginmanni hennar fyrir umferðarlagabrot eins og sjá má í myndskeiðinu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.