Innlent

Brota­þoli hafi í­trekað beðið á­kærða að hætta

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Héraðsdómur Norðurlands eystra  tekur málið til meðferðar í næsta mánuði.
Héraðsdómur Norðurlands eystra tekur málið til meðferðar í næsta mánuði. Vísir

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun, fyrir að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis. Í ákæru segir að brotaþoli hafi árangurslaust ítrekað beðið ákærða að hætta.

Héraðssaksóknari höfðaði málið fyrr á þessu ári og fer aðalmeðferð fram í næsta mánuði. Háttsemi ákærða er talin varða við nauðgunarákvæði hegningarlaga og þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Í ákæru segir að ákærði hafi í október 2021, á þáverandi heimili sínu, dregið niður um buxur brotaþola og haft við hana samræði gegn hennar vilja. Hún hafi ítrekað látið hann vita að hún vildi þetta ekki og beðið hann að stoppa.

Lögmaður brotaþola gerir einkaréttarkröfu upp á fjórar milljónir í miskabætur. Þá er einnig gerð krafa um hæfilega greiðslu til handa réttargæslumanni. Eins og fyrr segir fer aðalmeðferð fram í næsta mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×