Innlent

Jana Salóme og Steinar höfðu betur á lands­fundi VG

Árni Sæberg skrifar
Frá vinstri Jana Salóme, Sigríður Gísladóttir, Steinar Harðarson og Líf Magneudóttir.
Frá vinstri Jana Salóme, Sigríður Gísladóttir, Steinar Harðarson og Líf Magneudóttir. Aðsend

Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera.

Ný stjórn VG var kjörin á landsfundi flokksins nú síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætirsráðherra var sjálfkjörin til áframhaldandi setu á formannsstóli og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, gaf einn kost á sér í embætti varaformanns.

Barátta var háð um tvær stöður, sitjandi ritari og gjaldkeri gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Svo fór að Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir var kjörin ritari og Steinar Harðarson gjaldkeri.

Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson halda sæti sínu í stjórn VG. Ný inn eru Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir sem ritari og Steinar Harðarson sem gjaldkeri.vísir

Þá voru þau Elín Björk Jónasdóttir, Maarit Kaipainen, Pétur Heimisson, Sigríður Gísladóttir, Óli Halldórsson, Hólmfríður Árnadóttir og Andrés Skúlason kosin meðstjórnendur.

Varameðstjórnendur eru þau Klara Mist Pálsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Álfheiður Ingadóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir.


Tengdar fréttir

Nýjar stefnur kynntar og ný stjórn kjörin í dag

Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu og ný stjórn verður kjörin síðar í dag. 

Barist um tvö embætti í VG

Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×