Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í svör frá fjármálaráðuneytinu.
Tæplega 64 þúsund manns hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda sem heimilar ráðstöfun viðbótariðgjalds til öflunar íbúðarhúsnæðis. Um 103 milljarðar hafa þannig verið greiddir inn á höfuðstól lána á tímabilinu en fimm milljarðar verið nýttir í útborgarnir.
Um 17 þúsund manns hafa nýtt séreignina til fyrstu íbúðakaupa og greitt 15 milljarða inn á höfuðstól lána og tæpa níu milljarða í útborganir.
Samkvæmt Morgunblaðinu hefur um það bil einn milljarður af séreignarsparnaði verið greiddur inn á höfuðstól fasteignalána um 20 þúsund einstaklinga í hverjum mánuði síðustu tvö ár.