Geimveruneglur það nýjasta í naglatískunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Anne Hathaway er ein af þeim sem hefur komið geimverunöglunum á kortið. Getty/Instagram Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga. Leikkonan og tískudrottningin Anne Hathaway sást skarta nöglunum á tískusýningu Versace nú á dögunum. Hathaway var ein af þeim útvöldu sem fékk boð á sýninguna og er óhætt að segja hún hafi stolið senunni með eitursvölu lúkki sínu. Augljóst er að hún hafði hugsað út í hvert einasta smáatriði eins og neglurnar, sem voru stílhreinar en frumlegar. View this post on Instagram A post shared by Anne Hathaway (@annehathaway) Það var Tom Bachik, einn eftirsóttasti naglafræðingur stjarnanna, sem gerði neglur Hathaway fyrir viðburðinn. Hann kallar þetta útlit „nailien“ eða geimveruneglur. Þegar fólk heyrir orðið geimveruneglur hugsa eflaust einhverjir um eiturgrænar neglur með myndum af litlum geimverum. Það er þó alls ekki raunin, því hér er um að ræða glærar og stílhreinar neglur sem útfæra má á ýmsan hátt. „Hugmyndin var að lengja neglurnar og búa til nútímalegt „french“. Ég ákvað að prófa að segja glærar gervineglur yfir krómuðu neglurnar sem hún var með, til að sjá hvort ég kæmist upp með það að sleppa því að taka þær af. Bæði passaði þetta fullkomlega og útkoman var ótrúleg,“ segir Bachik í samtali við tímaritið Allure. View this post on Instagram A post shared by Nails (@tombachik) Euphoria-leikkonan Hunter Schafer var ekki lengi að hoppa á vagninn, því hún skartaði samskonar nöglum á Óskarsverðlaununum nokkrum dögum seinna. Það er óhætt að segja að Schafer hafi átt eitt eftirminnilegasta lúkk hátíðarinnar en hún klæddist hvítu pilsi að neðan og engu nema hvítri fjöður að ofan. Hún setti svo punktinn yfir i-ið með samskonar nöglum og Hathaway skartaði á tískusýningunni. Hægt er að fletta hér að neðan til þess að sjá betri mynd af nöglunum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Það var naglafræðingurinn Sojin Oh sem gerði neglur Schafer fyrir kvöldið. Hún hefur gert neglur á margar af helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Kim Kardashian. Við nánari skoðun á Instagram-reikningum hjá naglafræðingum stjarnanna má sjá að glærar neglur í hinum ýmsu útfærslum eru það allra heitasta um þessar mundir. Hægt er að skreyta þær með demöntum eða steinum líkt og Schafer eða leika sér með krómliti undir líkt og Hathaway. Hver og einn getur útfært þetta eftir sínum smekk og ætti þessi nýja tíska því að henta flestum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Hár og förðun Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Leikkonan og tískudrottningin Anne Hathaway sást skarta nöglunum á tískusýningu Versace nú á dögunum. Hathaway var ein af þeim útvöldu sem fékk boð á sýninguna og er óhætt að segja hún hafi stolið senunni með eitursvölu lúkki sínu. Augljóst er að hún hafði hugsað út í hvert einasta smáatriði eins og neglurnar, sem voru stílhreinar en frumlegar. View this post on Instagram A post shared by Anne Hathaway (@annehathaway) Það var Tom Bachik, einn eftirsóttasti naglafræðingur stjarnanna, sem gerði neglur Hathaway fyrir viðburðinn. Hann kallar þetta útlit „nailien“ eða geimveruneglur. Þegar fólk heyrir orðið geimveruneglur hugsa eflaust einhverjir um eiturgrænar neglur með myndum af litlum geimverum. Það er þó alls ekki raunin, því hér er um að ræða glærar og stílhreinar neglur sem útfæra má á ýmsan hátt. „Hugmyndin var að lengja neglurnar og búa til nútímalegt „french“. Ég ákvað að prófa að segja glærar gervineglur yfir krómuðu neglurnar sem hún var með, til að sjá hvort ég kæmist upp með það að sleppa því að taka þær af. Bæði passaði þetta fullkomlega og útkoman var ótrúleg,“ segir Bachik í samtali við tímaritið Allure. View this post on Instagram A post shared by Nails (@tombachik) Euphoria-leikkonan Hunter Schafer var ekki lengi að hoppa á vagninn, því hún skartaði samskonar nöglum á Óskarsverðlaununum nokkrum dögum seinna. Það er óhætt að segja að Schafer hafi átt eitt eftirminnilegasta lúkk hátíðarinnar en hún klæddist hvítu pilsi að neðan og engu nema hvítri fjöður að ofan. Hún setti svo punktinn yfir i-ið með samskonar nöglum og Hathaway skartaði á tískusýningunni. Hægt er að fletta hér að neðan til þess að sjá betri mynd af nöglunum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Það var naglafræðingurinn Sojin Oh sem gerði neglur Schafer fyrir kvöldið. Hún hefur gert neglur á margar af helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Kim Kardashian. Við nánari skoðun á Instagram-reikningum hjá naglafræðingum stjarnanna má sjá að glærar neglur í hinum ýmsu útfærslum eru það allra heitasta um þessar mundir. Hægt er að skreyta þær með demöntum eða steinum líkt og Schafer eða leika sér með krómliti undir líkt og Hathaway. Hver og einn getur útfært þetta eftir sínum smekk og ætti þessi nýja tíska því að henta flestum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails)
Hár og förðun Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“