Lífið

Saga og Villi eignuðust son

Bjarki Sigurðsson skrifar
Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eignuðust son á dögunum.
Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eignuðust son á dögunum.

Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson, oftast þekktur sem Villi naglbítur, eignuðust son fyrr í mánuðinum. 

Sonurinn var stundvís líkt og foreldrar sínir samkvæmt Instagram-færslu Sögu og Villa en hann kom í heiminn sex tímum fyrir settan dag. 

Saga er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og hefur einnig lagt stund á myndlist. Þá hefur hún einnig leikstýrt nokkrum auglýsingum og sjónvarpsþáttum. 

Vilhelm var söngvari hljómsveitarinnar 200.000 naglbítar og hefur gefið út fjölda bóka og sjónvarpsþátta sem Vísinda Villi. Þá er hann einnig að spreyta sig í myndlistinni. 

Vala Matt heimsótti Sögu og Villa  í íbúð þeirra í Reykjavík á síðasta ári í Ísland í dag. 

Klippa: Ofurparið Saga og Villi bjóða heim!

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.