Vill ekki deila „kven-bálkesti“ sínum með blásaklausum Ragnari Bjarki Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 19:30 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir formann VR ekki eiga neinn heiður af ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem formaður félagsins. Sem kvenréttindakona krefst hún þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgð hennar á menn úti í bæ. Nú standa yfir kosningar til formanns stéttarfélagsins VR. Þar eru í framboði Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Kosningin er í fullum gangi og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudaginn í næstu viku. Miðað við færslu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á Facebook-síðu sinni í kvöld hefur nafn Ragnars dregist inn í umræðuna um hennar störf. Hún segir að í kosningabaráttunni sem stendur yfir þyki það smart að gera Ragnar „samsekan“ í ýmislegu sem Sólveig hefur gert. „Þessi kreðsa er samt að eigin sögn gríðarlega femínísk. Þetta finnst mér voðalega ruglandi því síðast þegar að ég vissi þá er mjög mikilvægt í femínískum fræðum að boða “agency” (verkun) sem þátt í valdeflingu kvenna; getu kvenna til að grípa til markvissra aðgerða og stefna sjálfstætt að markmiðum, algjörlega óháð því hvað mönnum finnst, hvað þeir vilja eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ skrifar Sólveig og birtir mynd af konu sem verið er að brenna á báli fyrir að vera norn. Nýtir konan sér eldinn til að kveikja sér í sígarettu og segir „Skítt með það“. Sólveig segist hafa verið kvenréttindakona frá blautu barnsbeini og hún hafi ávallt verið meðvituð um sína atbeini. Þá sver hún að Ragnar hafi á engan hátt komið nálægt ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem kvenformanni í verkalýðshreyfingunni. „Ég er tilbúin til að játa samneyti við ketti og kölska, og geitur, bæði frekju og venjulegar, mörg síðustu ár. Og ef að þau vilja axla ábyrgð á hegðun minni og framkomu þá mun ég ekki gera neinar sérstakar athugasemdir við það. En sem kvenréttindakona bókstaflega krefst ég þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgðinni á mér á menn útí bæ. Í nafni móðurgyðjunnar, hingað og ekki lengra: Ég hef engan áhuga á að deila kven-bálkestinum mínum með blásaklausum karli,“ skrifar Sólveig. Stéttarfélög Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til formanns stéttarfélagsins VR. Þar eru í framboði Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Kosningin er í fullum gangi og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudaginn í næstu viku. Miðað við færslu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á Facebook-síðu sinni í kvöld hefur nafn Ragnars dregist inn í umræðuna um hennar störf. Hún segir að í kosningabaráttunni sem stendur yfir þyki það smart að gera Ragnar „samsekan“ í ýmislegu sem Sólveig hefur gert. „Þessi kreðsa er samt að eigin sögn gríðarlega femínísk. Þetta finnst mér voðalega ruglandi því síðast þegar að ég vissi þá er mjög mikilvægt í femínískum fræðum að boða “agency” (verkun) sem þátt í valdeflingu kvenna; getu kvenna til að grípa til markvissra aðgerða og stefna sjálfstætt að markmiðum, algjörlega óháð því hvað mönnum finnst, hvað þeir vilja eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ skrifar Sólveig og birtir mynd af konu sem verið er að brenna á báli fyrir að vera norn. Nýtir konan sér eldinn til að kveikja sér í sígarettu og segir „Skítt með það“. Sólveig segist hafa verið kvenréttindakona frá blautu barnsbeini og hún hafi ávallt verið meðvituð um sína atbeini. Þá sver hún að Ragnar hafi á engan hátt komið nálægt ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem kvenformanni í verkalýðshreyfingunni. „Ég er tilbúin til að játa samneyti við ketti og kölska, og geitur, bæði frekju og venjulegar, mörg síðustu ár. Og ef að þau vilja axla ábyrgð á hegðun minni og framkomu þá mun ég ekki gera neinar sérstakar athugasemdir við það. En sem kvenréttindakona bókstaflega krefst ég þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgðinni á mér á menn útí bæ. Í nafni móðurgyðjunnar, hingað og ekki lengra: Ég hef engan áhuga á að deila kven-bálkestinum mínum með blásaklausum karli,“ skrifar Sólveig.
Stéttarfélög Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira