Innlent

Skjálfti upp á 3,8 austan Grímseyjar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Snarpur jarðskjálfti reið yfir við Grímsey síðdegis.
Snarpur jarðskjálfti reið yfir við Grímsey síðdegis. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson

Jarðskjálfti upp á 3,8 varð fjórtán kílómetra austnorðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í dag. Skjálftahrina hefur verið á svæðinu síðan í nótt og hafa rúmlega sextíu skjálftar mælst.

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að svæðið austan Grímseyjar sé mjög skjálftavirkt og skjálftahrinur algengar. Rifjað er upp að nokkur hrinuvirkni hafi verið á svæðinu í haust. Stærsti skjálftinn sem mældist í þeirri hrinu var upp á 4,9 þann 8. september.

Skálfti upp á 3,8 mældist svo þann 19. október. Sama stærð og síðdegid í dag. Búast má við að skjálftavirkni haldi áfram á svæðinu, jafnvel næstu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×