Æfingin sem allir eru að gera á hlaupabrettinu þessa dagana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. mars 2023 07:00 12-3-30 hlaupaæfingin nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok. Getty Ákveðin hlaupaæfing hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarin misseri. Þeir notendur sem hafa prófað æfinguna segja hana afar árangursríka. Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar séu tilgangslaus tímaþjófur. En ef rétt er farið með þá geta þeir sannarlega nýst manni sem botnlaus uppspretta fróðleiks, hugmynda, uppskrifta og jafnvel æfinga. 12-3-30 hlaupaæfingin hefur verið afar áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Æfingin á upphaf sitt að rekja til áhrifavaldsins Lauren Giraldo sem setti inn myndband af æfingunni árið 2019. Í dag hafa um 64 milljónir TikTok-notenda horft á myndbönd tengd æfingunni. Þá hafa fjölmargir sett inn myndbönd þar sem þeir dásama æfinguna og segjast hafa náð gríðarlegum árangri eftir að þeir fóru að gera hana reglulega. @aimsgains low intensity cardio is the best way to target fat loss! credits to @Lauren Giraldo for the workout! #treadmillchallenge #treadmillworkout #fatloss In Ha Mood - Ice Spice Samfélagsmiðillinn TikTok gengur að miklu leyti út á „trend“ og er stöðugt flæði á þeim. Þegar eitt „trend“ skýtur upp kollinum er annað jafn fljótt að hverfa. Það er því athyglisvert að það hefur alls ekki verið raunin með 12-3-30 hlaupatrendið. Vinsældirnar eru jafn miklar í dag og þegar æfingin birtist fyrst á TikTok fyrir nokkrum árum síðan. Það sem gerir æfinguna sérstaka er hve einföld hún er í raun og veru: Skelltu þér á hlaupabrettið. Stilltu hallann á 12. Stilltu hraðann á 3. (Hér er um að ræða bandarískan mælikvarða og samsvarar þetta því hraðanum 4,8 á íslenskum hlaupabrettum.) Labbaðu í 30 mínútur. Hægt er að aðlaga æfinguna bæði að byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og ætti æfingin því að henta öllum. Hægt er að byrja með minni halla og hraða en hækka svo með tímanum eftir því sem þolið eykst. Þeir sem eru lengra komnir ættu að forðast það að halda í hlaupabrettið og styðja sig við. Hendur ættu að vera lausar til þess að fá sem mest út úr æfingunni. Þá er hægt að bæta við léttum handlóðum eins og sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan. @stepheintz Take your 12-3-30 hot girl walk cardio to the next level and add in arm weights so that you can work on that arm fat by tightening and toning up your arms! Women genetically carry more fat in our arms than men do so don t skip arms as always you must eat healthy and be in a calorie deficit if you want a body transformation in the gym. #gymtok #cardio #workout #armworkout #motivation Love You So - The King Khan & BBQ Show Heilsa Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Eflaust eru einhverjir þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar séu tilgangslaus tímaþjófur. En ef rétt er farið með þá geta þeir sannarlega nýst manni sem botnlaus uppspretta fróðleiks, hugmynda, uppskrifta og jafnvel æfinga. 12-3-30 hlaupaæfingin hefur verið afar áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Æfingin á upphaf sitt að rekja til áhrifavaldsins Lauren Giraldo sem setti inn myndband af æfingunni árið 2019. Í dag hafa um 64 milljónir TikTok-notenda horft á myndbönd tengd æfingunni. Þá hafa fjölmargir sett inn myndbönd þar sem þeir dásama æfinguna og segjast hafa náð gríðarlegum árangri eftir að þeir fóru að gera hana reglulega. @aimsgains low intensity cardio is the best way to target fat loss! credits to @Lauren Giraldo for the workout! #treadmillchallenge #treadmillworkout #fatloss In Ha Mood - Ice Spice Samfélagsmiðillinn TikTok gengur að miklu leyti út á „trend“ og er stöðugt flæði á þeim. Þegar eitt „trend“ skýtur upp kollinum er annað jafn fljótt að hverfa. Það er því athyglisvert að það hefur alls ekki verið raunin með 12-3-30 hlaupatrendið. Vinsældirnar eru jafn miklar í dag og þegar æfingin birtist fyrst á TikTok fyrir nokkrum árum síðan. Það sem gerir æfinguna sérstaka er hve einföld hún er í raun og veru: Skelltu þér á hlaupabrettið. Stilltu hallann á 12. Stilltu hraðann á 3. (Hér er um að ræða bandarískan mælikvarða og samsvarar þetta því hraðanum 4,8 á íslenskum hlaupabrettum.) Labbaðu í 30 mínútur. Hægt er að aðlaga æfinguna bæði að byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og ætti æfingin því að henta öllum. Hægt er að byrja með minni halla og hraða en hækka svo með tímanum eftir því sem þolið eykst. Þeir sem eru lengra komnir ættu að forðast það að halda í hlaupabrettið og styðja sig við. Hendur ættu að vera lausar til þess að fá sem mest út úr æfingunni. Þá er hægt að bæta við léttum handlóðum eins og sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan. @stepheintz Take your 12-3-30 hot girl walk cardio to the next level and add in arm weights so that you can work on that arm fat by tightening and toning up your arms! Women genetically carry more fat in our arms than men do so don t skip arms as always you must eat healthy and be in a calorie deficit if you want a body transformation in the gym. #gymtok #cardio #workout #armworkout #motivation Love You So - The King Khan & BBQ Show
Heilsa Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira