Innlent

31 sótti um starf verk­efna­stjóra al­þjóða­mála

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rósa Björk var formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins 2017 til 2021.
Rósa Björk var formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins 2017 til 2021. Vísir/Sigurjón

Umsækjendur um starf verkefnastjóra alþjóðamála voru 31 en valið var í starfið útfrá hæfni umsækjenda miðað við kröfur í auglýsingu, frammistöðu umsækjenda í viðtölum og umsögnum meðmælenda.

Þetta kemur fram í skriflegum svörum forsætisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.

Greint var frá því í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðin í starfið en það var auglýst tvisvar og kröfum til umsækjenda breytt í millitíðinni.

Í svörunum segir að í fyrri auglýsingunni um starfið, sem birtist í nóvember í fyrra, hafi ekki verið notast við réttar hæfniskröfur miðað við eðli og umfang starfsins. „Var þar einfaldlega um mistök að ræða,“ segir í svörunum.

Þá segir að þegar auglýsingin var dregin til baka í desember, hefðu níu þegar verið búnir að sækja um. 

Í fyrri auglýsingu var meðal annars gerð krafa um meistarapróf og haldgóða þekkingu á Evrópumálum.

Starfið var auglýst aftur nokkrum dögum síðar, þar sem dregið hafði úr kröfunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.