Þetta kemur fram í skriflegum svörum forsætisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
Greint var frá því í gær að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðin í starfið en það var auglýst tvisvar og kröfum til umsækjenda breytt í millitíðinni.
Í svörunum segir að í fyrri auglýsingunni um starfið, sem birtist í nóvember í fyrra, hafi ekki verið notast við réttar hæfniskröfur miðað við eðli og umfang starfsins. „Var þar einfaldlega um mistök að ræða,“ segir í svörunum.
Þá segir að þegar auglýsingin var dregin til baka í desember, hefðu níu þegar verið búnir að sækja um.
Í fyrri auglýsingu var meðal annars gerð krafa um meistarapróf og haldgóða þekkingu á Evrópumálum.
Starfið var auglýst aftur nokkrum dögum síðar, þar sem dregið hafði úr kröfunum.