„Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 14:30 Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundinum. VÍSIR/VILHELM Undanfarna tólf mánuði hefur dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins, ásamt ríkissaksóknara og héraðssaksóknara að umfangsmiklum breytingum í löggæslu. Þessar breytingar voru kynntar á upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“ Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“
Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira