Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2023 13:00 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var í gær samþykkt og kjarasamningur því svo gott sem kominn á. Forsætisráðherra fagnar niðurstöðunni. „Og ég held að það skipti miklu máli að samningum núna sem eru fram undan á hinum opinbera markaði að þeim verði vonandi lokið líka með farsælum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ekki sjálfbært umhverfi Starfsfólk í veitingaþjónustu mun þurfa að lúta kjarasamningnum og segist Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ósáttur við að samtökin hafi ekki haft neina aðkomu að kjarasamningsviðræðum. Forsvarsmenn samtakanna hafi ítrekað reynt að komast að samningaborðinu án árangurs. „Rödd okkar þarf að heyrast, augljóslega þegar staðan er orðin það slæm að launahlutfall er komið upp undir 50 prósent af veltu fyrirtækja. Það getur ekki talist sjálfbært vinnuumhverfi,“ segir Aðalgeir. Þungur biti að kyngja Það sé því þungur biti að kyngja að þurfa að fylgja kjarasamningum sem samtökin hafi enga aðkomu að - sér í lagi þegar starfsumhverfi veitingageirans sé ólíkt öðrum greinum. Fyrst og fremst vegna þess að um 70 prósent vinnutímans fer fram utan hefðbundinnar dagvinnu. „Og við vinnum undir samningum sem gera ráð fyrir að dagvinna sé hið hefðbundna starfsfyrirkomulag.“ Þá bendir hann á að í nágrannalöndum eru kjarasamningar fyrir greinina á þá leið að kvöldálag byrjar seinna auk þess sem það sé krónutala en ekki prósentutala af dagvinnunni. „Það finnst mér bara galið“ Aðalgeir segir að umhverfi kjaraviðræðna þarfnist gríðarlegrar endurskoðunar enda ótrúlegt að hægt sé að horfa fram hjá jafn stórum samtökum og SVEIT. „Stéttarfélög geta bara valið viðsemjendur virðist vera og það yrði nú örugglega annað hljóð í kútnum ef það væri öfugt snúið. Ef það væri stéttarfélag sem ekkert atvinnurekendafélag myndi vilja tala við. Það finnst mér bara galið.“ Veitingastaðir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var í gær samþykkt og kjarasamningur því svo gott sem kominn á. Forsætisráðherra fagnar niðurstöðunni. „Og ég held að það skipti miklu máli að samningum núna sem eru fram undan á hinum opinbera markaði að þeim verði vonandi lokið líka með farsælum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ekki sjálfbært umhverfi Starfsfólk í veitingaþjónustu mun þurfa að lúta kjarasamningnum og segist Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ósáttur við að samtökin hafi ekki haft neina aðkomu að kjarasamningsviðræðum. Forsvarsmenn samtakanna hafi ítrekað reynt að komast að samningaborðinu án árangurs. „Rödd okkar þarf að heyrast, augljóslega þegar staðan er orðin það slæm að launahlutfall er komið upp undir 50 prósent af veltu fyrirtækja. Það getur ekki talist sjálfbært vinnuumhverfi,“ segir Aðalgeir. Þungur biti að kyngja Það sé því þungur biti að kyngja að þurfa að fylgja kjarasamningum sem samtökin hafi enga aðkomu að - sér í lagi þegar starfsumhverfi veitingageirans sé ólíkt öðrum greinum. Fyrst og fremst vegna þess að um 70 prósent vinnutímans fer fram utan hefðbundinnar dagvinnu. „Og við vinnum undir samningum sem gera ráð fyrir að dagvinna sé hið hefðbundna starfsfyrirkomulag.“ Þá bendir hann á að í nágrannalöndum eru kjarasamningar fyrir greinina á þá leið að kvöldálag byrjar seinna auk þess sem það sé krónutala en ekki prósentutala af dagvinnunni. „Það finnst mér bara galið“ Aðalgeir segir að umhverfi kjaraviðræðna þarfnist gríðarlegrar endurskoðunar enda ótrúlegt að hægt sé að horfa fram hjá jafn stórum samtökum og SVEIT. „Stéttarfélög geta bara valið viðsemjendur virðist vera og það yrði nú örugglega annað hljóð í kútnum ef það væri öfugt snúið. Ef það væri stéttarfélag sem ekkert atvinnurekendafélag myndi vilja tala við. Það finnst mér bara galið.“
Veitingastaðir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Sjá meira
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43
Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46
Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25