Lífið

Spjall­þáttur Rachael Ray kveður skjáinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Rachael Ray hefur þrisvar unnið til Emmy-verðlauna.
Rachael Ray hefur þrisvar unnið til Emmy-verðlauna. Getty/Alberto E. Rodriguez

Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. 

Þátturinn Rachael Ray, sem ótrúlegt en satt er stjórnaður af kokknum Rachael Ray, hefur verið sýndur samfleytt síðan árið 2006. Gerðir hafa verið yfir tvö þúsund ættir þar sem Rachael fær til sín gesti og ræðir málefni líðandi stundar og auðvitað eldar hún við og við. 

Þættirnir voru sýndir um árabil á Skjá einum hér á landi, iðulega þrír á dag. 

Nú er hins vegar komið að lokum hjá Rachael. Verið er að taka upp síðustu þáttaröðina og mun síðasti þátturinn vera sýndur undir lok sumars. 

Rachael hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir þættina, meðal annars þrisvar Emmy-verðlaun fyrir besta spjallþáttinn sem er á dagskrá yfir daginn, árin 2008, 2009 og nú síðast árið 2019.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að nú er tími fyrir mig að halda áfram yfir á næsta tímabil sjónvarpsferils míns,“ hefur Variety eftir Rachael. 

Hún mun ekki kveðja skjáinn alveg á næstunni heldur verður hún enn með þætti á sjónvarpsstöðvum á borð við Food Network. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×