Innlent

Fé­lags­dómur verði snar í snúningum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ.
Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ. Vísir/Egill

Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir að gera megi ráð fyrir að Félagsdómur kveði upp dóm í máli sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins í vikunni. Verkbann tekur að öllu óbreyttu gildi hinn 2. mars næstkomandi.

Efling birti tilkynningu fyrr í kvöld þar sem fram kom að ASÍ hafi ákveðið að stefna SA fyrir Félagsdómi til þess að fá boðað verkbann gegn félagsfólki Eflingar ógilt. ASÍ, fyrir hönd Eflingar, telji stjórn SA óheimilt að taka ákvörðun um verkbann. Ójafnt atkvæðavægi félagsmanna Samtaka atvinnulífsins í kosningunni um verkbannið eigi sér ekki lagastoð.

Kristján Þórður segir í samtali við fréttastofu að búast megi við snörum viðbrögðum Félagsdóms. 

„Þingfesting er á mánudaginn og það ætti að koma niðurstaða áður en að verkbann gæti skollið á sökum þess að þetta snýr að því hvort það sé lögmætt eða ekki.“

Kemur meira í ljós á mánudaginn

Hann segir að málið sé á forræði Eflingar, en rekið fyrir hönd stéttarfélagsins. Málið varði þar að auki heildarhagsmuni Alþýðusambandsins: „Það kemur meira í ljós á mánudaginn og síðan kemur niðurstaða fyrir miðja viku.“

Í tilkynningu Eflingar kom fram að ASÍ telji verkbannsboðunina ólöglega vegna þess að allir félagsmenn SA hafi verið á kjörskrá burtséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar eða ekki. Að lokum hafi formgallar verið á verkfallsboðuninni, sem sambandið telur gera hana ólöglega.

Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að stefna hafi borist en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.