Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2023 11:33 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mun vaflaust blása félagsfólki sínu baráttuanda í brjóst á samstöðufundinum í Iðnó í hádeginu. Vísir/Vilhelm Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Á vef Eflingar segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Beina útsendingu frá Iðnó má sjá í spilaranum að neðan en hún hefst um tólfleytið. Einnig er hægt að fylgjast með í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi (rás 5 hjá Vodafone, rás 8 hjá Símanum). klukkan 11:30: Húsið opnar klukkan 12: Baráttufundur Eflingarfélaga í verkfalli í Iðnó klukkan 13: Mótmælagangan hefst Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins heldur áfram að flækjast og harðna. Eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna eða fyrirtækja innan SA samþykkti verkbann á alla félagsmenn Eflingar í gær sem hefjast á fimmtudaginn 2. mars, er ljóst að áhrif deilunnar verða mjög mikil á nánast öll fyrirtæki á samningssvæði Eflingar. Þannig gætu til dæmis fyrirtæki sem heyra undir heilbrigðiseftirlit þurft að hætta starfsemi vegna þess að ræsting leggst af en eflingarfólk vinnur líka mörg önnur og fjölbreytt störf innan fyrirtækja. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari útilokar ekki að hann leggi fram sína eigin miðlunartillögu en segir þann tíma ekki vera kominn.Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilunni ákvað í gær að kæra ekki niðurstöðu Landsréttar varðandi miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara til Hæstaréttar. Hann útilokaði ekki að á einhverjum tímapunkti muni hann sjálfur leggja fram nýja miðlunartillögu. Sá tími væri aftur á móti ekki kominn. Ástráður sagðist vera í stöðugu sambandi við deiluaðila. Hann þarf hins vegar ekki lögum samkvæmt að boða samninganefndirnar aftur til fundar fyrr en í síðasta lagi sunnudaginn 5. mars, þó vissulega geti hann gert það fyrr. Efling féll frá því í gær að leggja fram boðun um víðtækari verkföll hinn 28. febrúar, eða lagði að minnsta kosti ekki fram nauðsynleg gögn til Samtaka atvinnulífsins og embættis Ríkissáttasemjara áður en lögbundinn frestur til þess rann út á hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samþykkt SA um verkbann vera níðingsverk.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur ekki útilokað að þau gögn og boðun þriðju lotu verkfalla verði engu að síður lögð fram á grundvelli atkvæðagreiðslu sem fram fór um þær aðgerðir. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aftur á mótir að Efling verði að boða til nýrrar atkvæðagreiðslu vilji félagið boða frekari verkföll. Boði félagið ný verkföll án þess, verði Eflingu samstundis stefnt fyrir Félagsdóm fyrir ólöglega verkfallsboðun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir verkbannið sem samþykkt var í gær vera nauðvörn samtakanna gegn skæruverkföllum Eflingar. Vísir/Vilhelm Eins og staðan er núna er erfitt að sjá fyrir lausn á deilunni. Hins vegar er ljóst að félagar í Eflingu hafa misst af launahækkunum sem þeir hefðu fengið ef félagið hefði gengið að samningi Starfsgreinasambandsins. Það eru hækkanir allt frá og með nóvember og til og með febrúar sem hlaupa á bilinu 132 þúsund krónur til rúmlega 212 þúsund króna samanlagt. Hefur þá ekki verið tekið tillit til 8 prósenta hækkunar á bónusum og 5 prósenta hækkunar á desember- og orlofsuppbót. Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Tengdar fréttir Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Á vef Eflingar segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Beina útsendingu frá Iðnó má sjá í spilaranum að neðan en hún hefst um tólfleytið. Einnig er hægt að fylgjast með í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi (rás 5 hjá Vodafone, rás 8 hjá Símanum). klukkan 11:30: Húsið opnar klukkan 12: Baráttufundur Eflingarfélaga í verkfalli í Iðnó klukkan 13: Mótmælagangan hefst Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins heldur áfram að flækjast og harðna. Eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna eða fyrirtækja innan SA samþykkti verkbann á alla félagsmenn Eflingar í gær sem hefjast á fimmtudaginn 2. mars, er ljóst að áhrif deilunnar verða mjög mikil á nánast öll fyrirtæki á samningssvæði Eflingar. Þannig gætu til dæmis fyrirtæki sem heyra undir heilbrigðiseftirlit þurft að hætta starfsemi vegna þess að ræsting leggst af en eflingarfólk vinnur líka mörg önnur og fjölbreytt störf innan fyrirtækja. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari útilokar ekki að hann leggi fram sína eigin miðlunartillögu en segir þann tíma ekki vera kominn.Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilunni ákvað í gær að kæra ekki niðurstöðu Landsréttar varðandi miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara til Hæstaréttar. Hann útilokaði ekki að á einhverjum tímapunkti muni hann sjálfur leggja fram nýja miðlunartillögu. Sá tími væri aftur á móti ekki kominn. Ástráður sagðist vera í stöðugu sambandi við deiluaðila. Hann þarf hins vegar ekki lögum samkvæmt að boða samninganefndirnar aftur til fundar fyrr en í síðasta lagi sunnudaginn 5. mars, þó vissulega geti hann gert það fyrr. Efling féll frá því í gær að leggja fram boðun um víðtækari verkföll hinn 28. febrúar, eða lagði að minnsta kosti ekki fram nauðsynleg gögn til Samtaka atvinnulífsins og embættis Ríkissáttasemjara áður en lögbundinn frestur til þess rann út á hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samþykkt SA um verkbann vera níðingsverk.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur ekki útilokað að þau gögn og boðun þriðju lotu verkfalla verði engu að síður lögð fram á grundvelli atkvæðagreiðslu sem fram fór um þær aðgerðir. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aftur á mótir að Efling verði að boða til nýrrar atkvæðagreiðslu vilji félagið boða frekari verkföll. Boði félagið ný verkföll án þess, verði Eflingu samstundis stefnt fyrir Félagsdóm fyrir ólöglega verkfallsboðun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir verkbannið sem samþykkt var í gær vera nauðvörn samtakanna gegn skæruverkföllum Eflingar. Vísir/Vilhelm Eins og staðan er núna er erfitt að sjá fyrir lausn á deilunni. Hins vegar er ljóst að félagar í Eflingu hafa misst af launahækkunum sem þeir hefðu fengið ef félagið hefði gengið að samningi Starfsgreinasambandsins. Það eru hækkanir allt frá og með nóvember og til og með febrúar sem hlaupa á bilinu 132 þúsund krónur til rúmlega 212 þúsund króna samanlagt. Hefur þá ekki verið tekið tillit til 8 prósenta hækkunar á bónusum og 5 prósenta hækkunar á desember- og orlofsuppbót.
Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Tengdar fréttir Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20
Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04
Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30
Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16
Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52
Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17