„Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 06:46 Mariana Betsa er varautanríkisráðherra Úkraínu. Vísir/Ívar Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi. Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira