Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:15 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar, meðferðarheimilis fyrir 13-18 ára stúlkur og kvár stigu nafnlaust fram í síðustu viku og lýstu yfir miklum áhyggjum af meðferðarstarfinu sem þau sögðu einkennast af reiðuleysi, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Þá lýsti fyrrum skjólstæðingur heimilisins að hún hefði verið í neyslu á heimilinu mánuðum saman, þar hefði verið lítið eftirlit og losarabragur á meðferðarstarfinu. Stoltir starfsmenn Núverandi starfsmenn sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem kemur m.a. fram að þau telji meðferðarstarfið á Bjargey sé faglegt og sinnt af alúð. Þau eru stolt af því að vera partur af þeirri starfsemi sem unnin er á Bjargey. Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir að í heild þurfi að skoða betur meðferðarstarf barna og ungmenna. Við höfum verið að heyra margvíslegar lýsingar frá meðferðarheimilum, fyrst frá Stuðlum og nú frá Bjargey sem benda til þess að það sé hægt að gera betur í þessum málum,“ segir Salvör. Þá þurfi að líta til þess að nú sé harðari neysla en áður. „Öll umfjöllun sem hefur verið um meðferðarheimilin á undanförnum árum gefur tilefni til þess að við endurskoðum hvernig þessi þjónusta er uppbyggð. Það er tímabært að við stöldum aðeins við því það hafa orðið miklar breytingar í samfélaginu, það er miklu harðari neysla hjá þeim börnum sem eru á heimilunum. Þessi fréttaflutningur af meðferðarheimilum bendir til þess að það sé ástæða til þess að staldra við og endurskoða uppbyggingu þessara heimila. Við búum í breyttu samfélagi og samsetning hópsins hefur breyst,“ segir hún. Mikilvægt að eftirlitið sé virkt Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur sent ábendingar á Bjargey vegna alvarlegs atviks sem varð þar sem fól í sér íkveikju. Þar kemur m.a. fram að verklag varðandi notkun og fjölda kveikjara var óskýrt sem leiddi m.a. til þess að starfsmenn gátu illa áttað sig á því hvort kveikjari í eigu heimilisins væri í umferð meðal skjólstæðinga. Upplýsingagjöf skorti til starfsfólks við innskriftir um líðan og stöðu skjólstæðinga á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Inngripi við að aðskilja skjólstæðinga var ekki beitt þrátt fyrir að fullt tilefni hafi verið til þess vegna atviks sem átti sér stað daginn fyrir hið alvarlega óvænta atvik. Skortur á skriflegum verkferlum í starfseminni leiddi af sér óskýrt verklag um ýmsa hluti í starfseminni og ósamræmi í vinnubrögðum starfsfólks. Salvör segir eftirlit stofnunarinnar á meðferðarstarfinu afar mikilvægt. „Það sem við stólum á er að eftirlitsaðilar séu með virkt eftirlit.“ Meðferðarheimili Réttindi barna Tengdar fréttir Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar, meðferðarheimilis fyrir 13-18 ára stúlkur og kvár stigu nafnlaust fram í síðustu viku og lýstu yfir miklum áhyggjum af meðferðarstarfinu sem þau sögðu einkennast af reiðuleysi, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Þá lýsti fyrrum skjólstæðingur heimilisins að hún hefði verið í neyslu á heimilinu mánuðum saman, þar hefði verið lítið eftirlit og losarabragur á meðferðarstarfinu. Stoltir starfsmenn Núverandi starfsmenn sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem kemur m.a. fram að þau telji meðferðarstarfið á Bjargey sé faglegt og sinnt af alúð. Þau eru stolt af því að vera partur af þeirri starfsemi sem unnin er á Bjargey. Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir að í heild þurfi að skoða betur meðferðarstarf barna og ungmenna. Við höfum verið að heyra margvíslegar lýsingar frá meðferðarheimilum, fyrst frá Stuðlum og nú frá Bjargey sem benda til þess að það sé hægt að gera betur í þessum málum,“ segir Salvör. Þá þurfi að líta til þess að nú sé harðari neysla en áður. „Öll umfjöllun sem hefur verið um meðferðarheimilin á undanförnum árum gefur tilefni til þess að við endurskoðum hvernig þessi þjónusta er uppbyggð. Það er tímabært að við stöldum aðeins við því það hafa orðið miklar breytingar í samfélaginu, það er miklu harðari neysla hjá þeim börnum sem eru á heimilunum. Þessi fréttaflutningur af meðferðarheimilum bendir til þess að það sé ástæða til þess að staldra við og endurskoða uppbyggingu þessara heimila. Við búum í breyttu samfélagi og samsetning hópsins hefur breyst,“ segir hún. Mikilvægt að eftirlitið sé virkt Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur sent ábendingar á Bjargey vegna alvarlegs atviks sem varð þar sem fól í sér íkveikju. Þar kemur m.a. fram að verklag varðandi notkun og fjölda kveikjara var óskýrt sem leiddi m.a. til þess að starfsmenn gátu illa áttað sig á því hvort kveikjari í eigu heimilisins væri í umferð meðal skjólstæðinga. Upplýsingagjöf skorti til starfsfólks við innskriftir um líðan og stöðu skjólstæðinga á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Inngripi við að aðskilja skjólstæðinga var ekki beitt þrátt fyrir að fullt tilefni hafi verið til þess vegna atviks sem átti sér stað daginn fyrir hið alvarlega óvænta atvik. Skortur á skriflegum verkferlum í starfseminni leiddi af sér óskýrt verklag um ýmsa hluti í starfseminni og ósamræmi í vinnubrögðum starfsfólks. Salvör segir eftirlit stofnunarinnar á meðferðarstarfinu afar mikilvægt. „Það sem við stólum á er að eftirlitsaðilar séu með virkt eftirlit.“
Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf.
Meðferðarheimili Réttindi barna Tengdar fréttir Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34