Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 12:34 Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira