Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:27 Kolbrún Áslaugur Baldursdóttir og Ingibjörg Isaksen sitja báðar í velferðarnefnd. Samsett Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. „Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm. Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm.
Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira