Fær símtöl með „hálfgerðum hótunum“ vegna meintra svika við Eflingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 11:58 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að sér hafi borist símtöl með hálfgerðum hótunum eftir að sambandið skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og nú og biðlar til stillingar. Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði