Lífið

Ráð­herra og út­varps­maður í jaðar­settum hópi ein­hleypra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tómas og Áslaug fóru yfir fréttir vikunnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 
Tómas og Áslaug fóru yfir fréttir vikunnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 

Tómas Steindórsson útvarpsmaður á X-inu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fóru yfir það sem hefur verið ofarlega á baugi í vikunni í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Um er að ræða tvo einstaklega skemmtilegir viðmælendur og því mátti gera ráð fyrir fjörugum þætti og sú varð raunin. Eins og fram kom í fréttum í vikunni er Tómas nýorðinn einhleypur og var það tekið fyrir í þættinum. En Áslaug Arna er einmitt sjálf einhleyp líka.

„Þetta er fyrst og fremst erfitt og þetta er jaðarsettur hópur sem við Áslaug erum í. Það var Valentínusardagur um daginn, konudagurinn á sunnudaginn og þetta er rosalega erfiður tími. Það er spurning að muna aðeins eftir þessum jaðarsetta hópi. Í Bandaríkjunum var Valentínusardagurinn á þriðjudaginn og síðan á miðvikudaginn var Single Awareness Day, svo ekki gleyma okkur,“ segir Tómas í þættinum.

Einnig hefur verið fjallað um hjúskaparstöðu Áslaugar í vikunni og þá staðreynd að hún væri ekki búin að eignast barn. 

„Ég held að einkamál kvenna og áhyggjur af því að þær geti ekki haslað sér völl hvort sem það er í einkalífinu eða í atvinnulífinu, eða í pólitík og geta ekki átt fjölskyldu á sama tíma. Hvort þær eigi ekki börn, hvort þær vilji vera einar eða giftar eða hvernig sem þær vilja hafa þetta, að það sé meiri umræða um þetta í tengslum við konur og það var ég að benda á. Ég hélt að þetta væri að breytast en ég fæ enn þá spurningar um þetta.“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en umræðan um makamál þeirra hefst þegar tæplega tíu mínútureru liðnar af þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×