Sport

Bætti 25 ára heimsmet í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Lamecha Girma með silfurverðlaun sín frá HM í fyrra.
 Lamecha Girma með silfurverðlaun sín frá HM í fyrra. Getty/Hannah Peters

Eþíópíumaðurinn Lamecha Girma setti nýtt heimsmet í 3000 metra hlaupi innanhúss á móti í Frakklandi í gærkvöldi.

Girma kom í mark á 7:23.81 mínútum og bætti gamla heimsmetið um meira en sekúndu.

Heimsmetið var orðið 25 ára gamalt og það átti Daniel Komen sem hljóp 3000 metrana á 7:24.90 mín. árið 1998.

Þessi tími þýðir að Girma hljóð hvern kílómetra að meðaltali á tveimur mínútum og 28 sekúndum.

Girma hljóð fyrstu fimmtán hundruð metranna á 3:42 mín og fyrstu tvo kílómetrana á fjórum mínútum og 55 sekúndum sem er ótrúlegur tími.

Girma er 22 ára gamall en á enn eftir að vinna gull á stórmóti.

Girma er silfurhafi frá Ólympíuleikunum í Tókýó en þau vann hann í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hann vann síðan silfur í 3000 metra hlaupi á HM innanhúss í Serbíu í fyrra og annað silfur í 3000 metra hindrunarhlaupi á HM í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×