Reiðin kraumar í leigubílstjórum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 11:11 Daníel O. Einarsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Aðsend Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. „Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir skeytingarleysi ráðamanna í okkar garð að við – fulltrúar stéttarfélaganna – vorum látnir hýrast úti í nepjunni utan við Ráðherrabústaðinn þegar við hugðumst koma mótmælum okkar á framfæri. Lítilsvirðing ráðamanna þar var í stíl við þann atvinnuróg sem kynt hefur verið undir gegn okkur að undanförnu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra í aðsendri grein á Vísi. Nýju lögin opni fyrir svindl og mismunun Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd og segir formaðurinn að lágmarkskjör og réttindi á vinnumarkaði megi sín minna. Með nýjum lögum ætli Íslendingar að feta í fótspor nágrannalanda, þar sem þjónusta „farveitna“ á borð við Uber og Lyft, hafi verið stórt skref aftur á bak. „Nýju lögin opna fyrir svindl og mismunum, sem meðal annars kann að birtast í miklum mun milli rekstraraðila, annars vegar einyrkja og hins vegar fyrirtækja með mikið fjármagn á bakvið sig. Fjársterkari aðilar munu hæglega geta tælt neytendur með gylliboðum á eigin kostnað með hagnað í framtíðinni að leiðarljósi. Rétt eins og farveiturnar erlendis hafa stundað; að hækka og lækka verð eftir markaðshegðun og álagstímum til að drepa niður starfsemi einyrkja.“ Óttast um öryggi almennings Leigubílstjórarnir segjast óttast um öryggi almennings. Gera þurfi kröfu um íslenskukunnáttu bílstjóra og hafa hreint sakavottorð að skilyrði. Enn megi takmarka skaðann sem löggjöfin muni óhjákvæmilega valda. „Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubifreiðastjórum eftir alla þá lítilsvirðingu sem þeim hefur verið sýnd af ráðamönnum þá er enn von – við berum enn þá von í brjósti að leitað verði til stéttarfélaga okkar um aðstoð og ráðgjöf við samningu áðurnefndrar reglugerðar – að þar verði skynsemin látin ráða för og hugað að því hvernig búa megi atvinnugreininni tryggt starfsumhverfi til framtíðar – jafnt neytendum sem bifreiðastjórum til hagsbóta. Eðli máls samkvæmt liggur mesta fagþekking á atvinnugreininni meðal leigubifreiðastjóra sjálfra og því eðlilegt að leitað sé til þeirra.“ Leigubílar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00 „Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
„Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir skeytingarleysi ráðamanna í okkar garð að við – fulltrúar stéttarfélaganna – vorum látnir hýrast úti í nepjunni utan við Ráðherrabústaðinn þegar við hugðumst koma mótmælum okkar á framfæri. Lítilsvirðing ráðamanna þar var í stíl við þann atvinnuróg sem kynt hefur verið undir gegn okkur að undanförnu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra í aðsendri grein á Vísi. Nýju lögin opni fyrir svindl og mismunun Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd og segir formaðurinn að lágmarkskjör og réttindi á vinnumarkaði megi sín minna. Með nýjum lögum ætli Íslendingar að feta í fótspor nágrannalanda, þar sem þjónusta „farveitna“ á borð við Uber og Lyft, hafi verið stórt skref aftur á bak. „Nýju lögin opna fyrir svindl og mismunum, sem meðal annars kann að birtast í miklum mun milli rekstraraðila, annars vegar einyrkja og hins vegar fyrirtækja með mikið fjármagn á bakvið sig. Fjársterkari aðilar munu hæglega geta tælt neytendur með gylliboðum á eigin kostnað með hagnað í framtíðinni að leiðarljósi. Rétt eins og farveiturnar erlendis hafa stundað; að hækka og lækka verð eftir markaðshegðun og álagstímum til að drepa niður starfsemi einyrkja.“ Óttast um öryggi almennings Leigubílstjórarnir segjast óttast um öryggi almennings. Gera þurfi kröfu um íslenskukunnáttu bílstjóra og hafa hreint sakavottorð að skilyrði. Enn megi takmarka skaðann sem löggjöfin muni óhjákvæmilega valda. „Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubifreiðastjórum eftir alla þá lítilsvirðingu sem þeim hefur verið sýnd af ráðamönnum þá er enn von – við berum enn þá von í brjósti að leitað verði til stéttarfélaga okkar um aðstoð og ráðgjöf við samningu áðurnefndrar reglugerðar – að þar verði skynsemin látin ráða för og hugað að því hvernig búa megi atvinnugreininni tryggt starfsumhverfi til framtíðar – jafnt neytendum sem bifreiðastjórum til hagsbóta. Eðli máls samkvæmt liggur mesta fagþekking á atvinnugreininni meðal leigubifreiðastjóra sjálfra og því eðlilegt að leitað sé til þeirra.“
Leigubílar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00 „Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00
„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15