Innlent

Sprengi­sandur: Kjara­deilur, upp­runi Ís­lendinga, sjó­kvía­eldi og Við­reisn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti á Sprengisandi í dag. Þátturinn verður, eins og venjulegt er, frá klukkan 10-12.
Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti á Sprengisandi í dag. Þátturinn verður, eins og venjulegt er, frá klukkan 10-12.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrstur til leiks mætir Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði, og segir frá nýjustu rannsóknum sem færa Íslendinga nær því að komast að raunverulegum uppruna forfeðranna.

Halldór Benjamín Þorbergsson fer fyrir Samtökum atvinnulífsins í deilunni við Eflingu. Verkföll eru hafin og mál bíða meðferð dómstóla, en hvernig metur hann stöðuna? 

Því næst mætir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður Viðreisnar, sem ræðir við Kristján um stefnumál flokksins. Fylgi flokksins hefur lítið breyst og spurt verður um áhuga landsmanna á Evrópumálum.

Loks verður fiskeldið til umræðu. Þeir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Artic Fish, og Jón Kaldal, talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, skoða framtíð sjókvíaeldis hér á landi. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar verður að sjálfsögðu til umfjöllunar og helstu sjónarmið verða reifuð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.